Lögreglumaður vill lögbann á vændissíður Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. desember 2015 07:00 Mestu skiptir að ná til þeirra sem stunda vændi, segir Snorri Birgisson rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton brink „Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal. Mansal í Vík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
„Lögreglan vill auka eftirlit með vændi og vefsíðum sem auglýsa vændi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem hefur haft samband við konur og karla sem hafa boðið sig til sölu á vefsíðum, veitt þeim ráðgjöf og kynnt þeim þau úrræði sem þeim standa til boða. Nýverið var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að tæplega hundrað konur sem segjast vera staðsettar á Íslandi eru skráðar á alþjóðlega vefsíðu fyrir fylgdarþjónustu. Á síðunni kemur fram að auðvelt sé að verða sér úti um fylgdarkonu í Reykjavík. Snorri segir síðurnar fleiri. „Við höfum reynt að ná til þeirra karla og kvenna sem hafa boðið sig til sölu á þessum síðum. Þótt margar konur séu skráðar á þessum síðum þá eru aðeins átta til tólf konur sem við vitum að eru virkar hverju sinni og einn karlmaður, síðurnar eru fleiri en ein. Varðandi það að ná til þeirra sem stunda vændi þá eiga málin ekki að snúast um hve marga kaupendur hægt er að kæra. Þessi mál eiga að snúast fyrst og fremst um að ná til þolenda og veita þeim aðstoð. Engin 12 ára stúlka eða strákur ákveður þegar staðið er fyrir framan spegil að vændi verði ævistarfið. Þetta eru í sumum tilfellum aðstæður sem hafa skapast fyrir þann sem selur sig vegna utanaðkomandi ógnar,“ segir hann. Snorri veltir því upp hvort ekki sé hægt að setja lögbann á síður sem auglýsa vændi. „Við höfum lokað síðum sem selja ólöglegt erlent niðurhal, getum við ekki líka lokað síðum sem auglýsa vændi og manneskjur til sölu? Ég velti því fyrir mér af hverju það hefur ekki verið sett fram lögbannskrafa á síður sem þessar, rétt eins og gert var með síðuna deildu.net.“ Snorri vísar í kröfu STEF, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, um lögbann á síðuna deildu.net árið 2014. Krafan varð til þess að íslenskum fjarskiptafyrirtækjum var gert að loka á vefsíður vegna höfundarréttar. „Ég myndi vilja sjá lögbann verða að veruleika, það er komið ákveðið fordæmi í þessum efnum.“ Snorri segir dæmi um að þau sem bjóða þjónustu sína hér á landi í gegnum vefsíðurnar hafi viðurkennt að fá aðeins hluta ágóðans af sölu á kynlífi, þannig séu þau með stöðu þolenda mansals þótt þau hafi ekki óskað eftir aðstoð vegna þess. Lögreglan hafi rannsakað slík mál en ekki tekist að sanna mansal.
Mansal í Vík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira