Þegar Höskuldur varð óvart formaður Framsóknar og sagan endurtók sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. desember 2015 13:15 Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fögnuðu, rétt eins og Höskuldur Þórhallsson, röngum úrslitum. Vísir Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is. Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
Fáar fréttir hafa vakið meiri athygli á alþjóðavísu í dag en þegar kynnir á fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur tilkynnti röng úrslit í Los Angeles í nótt. Kynnirinn, Steve Harvey, greindi frá því að Ungfrú Kolumbía hefði farið með sigur af hólmi þegar sigurvegarinn hafði í raun verið Ungfrú Filippseyjar.Sjá einnig: Röng kona krýnd Ungfrú Alheimur Íslendingar eru ekki allsendis ókunnugir sambærilegum uppákomum en Vísir rifjar hér upp tvö íslensk dæmi þegar gleðitár hafa á örskotsstundu breyst í sorgartár.Þegar Höskuldur var formaður Framsóknarflokksins Á aðalfundi Framsóknarflokksins í upphafi árs 2009 snerist allt um formannskjörið. Mikil spenna ríkti fyrir kjörið og var talið að Páll Magnússon bæjarritari, Höskuldur Þórhallsson og Sigmundur Davið Gunnlaugsson væru líklegastir til að hreppa embættið. Kosið var í tveimur umferðum og mjótt var á munum. Það munaði einungis 26 atkvæðum á Höskuldi og Sigmundi í fyrri umferðinni og þurfti því að kjósa aftur. Þegar búið var að kjósa öðru sinni og atkvæði talin var Höskuldur Þórhallsson kynntur sem nýr formaður flokksins. Þegar að Höskuldur var rétt í þann mund að stíga í pontu eftir að kjörið var kynnt var gert hlé á fundinum og formaður kjörstjórnar fór betur yfir stöðuna. Í ljósi kom að mistök höfðu verið gerð og að réttkjörinn formaður væri í raun Sigmundur Davíð, núverandi formaður og forsætisráðherra. Sigmundur hlaut 449 atkvæði en Höskuldur 340. Í kjölfar þessara mistaka sagði formaður kjörstjórnarinnar af sér. Frétt Stöðvar 2 um málið, sem og fagnaðarlæti stuðningsmanna Höskuldar og Sigmundar, má sjá hér að neðan.Þegar sagan endurtók sig... ekki Andrúmsloftið var rafmagnað þegar Jóhann Alfreð Kristinsson, nú meðlimur í Mið-Íslandi, steig á svið stóra salarins í Háskólabíó til að tilkynna um sigurvegara í úrslitum Morfís, mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna, á vormánuðum 2005. Þar höfðu att kappi ræðulið Verzlunarskóla Íslands og Fjölbrautarskólans í Breiðholti með menn á borð við Björn Braga Arnarsson og Braga Pál Sigurðarson innanborðs. Liðin höfðu tekist á um Þróunaraðstoð, FB mælt með en Verzlunarskólinn á móti. Níu árum áður höfðu sömu skólar mæst í úrslitum. Þá hafði FB borið sigur úr býtum og spurninginn sem brann á öllum í Háskólabíói vorið 2005 var því hvort sagan endurtæki sig. Það vissi Jóhann Alfreð sem steig í pontu og sagði. „Það munaði litlu áðan og það setti stemninguna fyrir kvöldið því að sagan endurtekur sig...“ og lengra komst hann ekki áður en stuðningsmenn FB trylltust af fögnuði. Svo hávær voru fagnaðarlætin að stuðningsmenn FB heyrðu ekki þegar Jóhann Alfreð bætti við lykilorðinu „ekki“ í lok setningarinnar og gaf þannig til kynna að það hafi í raun verið Verzló sem fór með sigur úr býtum. Stuðningsmenn Verzlunarskólans voru þó með á nótunum og hlaupu upp á sviðið til að fagna sigri ræðuliðsins síns. Var það því svo að allir stóri salurinn í Háskólabíó fagnaði sigri saman um stund. Það voru þung skref fyrir stjórn Morfís, sem og Jóhann Alfreð, þegar þau neyddust til að tilkynna ræðulið FB að það hafi fagnað of snemma. Myndband af augnablikinu má sjá hér að neðan.Manstu eftir fleiri slíkum, íslenskum, dæmum? Sendu okkur endilega línu á ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira