Lífið

Síðasti sjens: „Þetta verður veisla og eitthvað fyrir alla“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hópurinn.
Hópurinn. vísir
Tónleikarnir Síðasti Sjens fara fram í Iðnó 30. desember en fram koma Sturla Atlas, Reykjavíkurdætur og Retro Stefson.

„Ég er mjög spenntur fyrir Síðasta Sjens þetta árið. Þetta er í sjötta sinn sem við höldum þessa tónleika og þeir eru orðnir ómissandi endir á mínu ári,“ segir Logi Pedro.

„Núna er ég að spila tvisvar yfir kvöldið, með bæði Retro Stefson og Sturla Atlas og svo koma Reykjavíkurdætur líka hrikalega sterkar inn. Þetta verður veisla og eitthvað fyrir alla. Í dag, Þorláksmessu verðum við svo í Macland að selja Sturla Atlas varning og miða á tónleikana, það verður gaman.“

Sjensinn hefur verið haldinn sl. 6 ár og hefur stemmingin verið engu lík. Í ár verður gamla Iðnaðarmannahúsið lagt undir og verður gleðin út um allt hús. Húsið opnar kl. 21:00 og stuðið hefst stundvíslega kl. 22:00.

Retro Stefson hefur ekki komið mikið fram að undanförnu. Sveitin mun flytja efni af væntanlegri plötu í bland við gamla slagara.

Reykjavíkurdætur hafa vakið verðskuldaða athygli sl. misseri og tóku Iceland Airwaves með trompi í nóvember. Þær munu koma fram á tónlistarhátíðum í Evrópu og Norður Ameríku næsta sumar.

Sturla Atlas hefur slegið í gegn í ár. Snowin’, San Francisco og Fuckboys hafa verið í mikilli spilun síðustu mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×