Innlent

Gert að rýma húsnæðið við Laugaveg 1: „Verð borinn út í gullstól“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Guðmundsson er afar ósáttur með framgang mála.
Sigurður Guðmundsson er afar ósáttur með framgang mála. vísir/stefán
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst í dag á kröfu eignarhaldsfélagsins Arctic ehf um útburð verslananna The Viking og Vísis úr húsnæðinu við Laugaveg 1 í Reykjavík. Leigusamningi við eiganda verslananna var sagt upp með eftir að Arctic keypti húsnæðið um mitt síðasta ár.

Í tilkynningu frá Ágústi Þór Eiríkssyni, eiganda Arctic, segir að leigjandi neiti að yfirgefa húsnæðið. Honum hafi verið fullkunnugt um söluáform fyrri eiganda hússins og gefinn frestur til 1. júlí til þess að rýma húsnæðið. Því hafi verið nauðsynlegt að leita til dómstóla og fara fram á útburð.

Sjá einnig:Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt

Sigurður Guðmundsson, eigandi The Viking og Vísis, segist ætla að áfrýja úrskurðinum. „Við teljum uppsagnarfrestinn hafa átt að vera lengri. Það er ekki eðlilegt að verslun sem er búin að vera þarna í 100 ár fái sex mánaða uppsagnarfrest. Lögin segja eitt en siðferðið annað,“ segir hann.

Aðspurður segist vera að leita að nýju húsnæði, en hyggst ekki fara úr því gamla fyrr en niðurstaða dómstóla liggur fyrir.„Ég verð borinn út í gullstól af svartklæddum mönnum með gyllta hnappa, fer ekki út fyrr.“


Tengdar fréttir

Lundagróðinn er mikill og honum er misskipt

Milljarða velta er af rekstri hinna svokölluðu lundabúða. Álagning er óheyrileg – varan er að mestu fjöldaframleidd í Kína; seld sem íslensk sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×