Innlent

Albönsku fjölskyldurnar ákváðu að una niðurstöðu Útlendingastofnunar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Báðar albönsku fjölskyldurnar sem voru sendar úr landi í nótt höfðu ákveðið að una við ákvörðun Útlendingastofnunar um synjun á hæli og höfðu dregið til baka kærur sínar til kærunefndar útlendingamála.

Sjá einnig: Segir albönsku fjölskylduna ekki hafa getað annað en unað niðurstöðunni

„Fjölskyldurnar óskuðu í kjölfarið eftir flutningi til heimalands,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Útlendingastofnun segir að alls hafi 27 einstaklingar verið fluttir af landi brott í morgun í samstarfi ríkislögreglustjóra og Frontex Landamærastofnun Evrópu. Þar af hafi verið fimm fjölskyldur; þrjár frá Makedóníu og tvær frá Albaníu.

Sjá einnig: Lítill drengur með alvarlegan hjartagalla sendur aftur til Albaníu

Stofnunin bendir á að til þess að eiga rétt á alþjóðlegri vernd og eiga rétt á hæli þurfi fólk að vera í einhvers konar hættu og eiga ekki möguleika á viðunandi vernd og úrræðum í heimalandi sínu.

„Efnahagslegar aðstæður fela ekki í sér aðsteðjandi hættu, um það eru alþjóðasáttmálar og lög skýr. Því geta slíkar aðstæður ekki verið grundvöllur verndar,“ segir í tilkynningunni.

Stofnunin segir engu að síður að hvert mál sé skoðað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.