Samstarf um skipulag vegna hraðlestar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“ Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu auk Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar fyrir sitt leyti stefna að því að gera samstarfssamning við Fluglestina Þróunarfélag ehf. um undirbúning að byggingu hraðlestar til Keflavíkurflugvallar. Samningurinn lýtur að skipulagsmálum þar sem gera þarf breytingar til þess að lagning hraðlestarinnar verði möguleg. „Á Suðurnesjum hefur slíkt þegar verið gert og er lestarlína inni á svæðisskipulagi,“ útskýrir Runólfur Ágústsson hjá Fluglestinni í bréfi til sveitarfélaganna. Runólfur segir að í síðustu viku hafi verið fundað um málið í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og á fundi hjá svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.„Mikilvægt er fyrir verkefnið að ná niðurstöðu í þetta mál til að yfirstandandi fjármögnun þróunar nái fram að ganga,“ segir í bréfi Runólfs sem í samtali við Fréttablaðið kveðst vona að lokið verði við gerð samstarfssamningsins fyrir lok janúar samhliða fjármögnun næsta skrefs verkefnisins sem kosta á um 1,5 milljarða króna. Áætlaður heildarkostnaður við lestarverkefnið er hins vegar 105 milljarðar króna. Runólfur segir nú unnið að fjármögnun verkefnisins, en ekki sé hægt að upplýsa hverjir kynnu að koma að því. Að baki Fluglestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Kadeco og Efla. Þessa aðila segir Runólfur þegar hafa lagt um 150 milljónir í verkefnið. Gert er ráð fyrir að ferðatíminn milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar verði 15 til 18 mínútur með raflest sem nær 250 kílómetra hraða á klukkustund. Markmiðið með þeirri skipulagsvinnu sem í hönd fer er meðal annars sagt vera að auka hagkvæmni hraðlestarinnar og að tryggja góðar tengingar lestarstöðva við byggð, umferðarmannvirki og samgöngur á yfirborði.Endastöðvar hraðlestarinnar eiga að vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Stefán„Með samningnum veita sveitarfélögin vilyrði fyrir að skilgreina nauðsynlegar lóðir í deiliskipulagi og úthluta þeim og/eða byggingarrétti ofan- eða neðanjarðar vegna framkvæmdarinnar til þróunarfélagsins,“ segir í samkomulagsdrögunum. Það gildi meðal annars um lóð fyrir endastöð hraðlestarinnar við áætlaða samgöngumiðstöð hjá BSÍ við Vatnsmýri. „Sveitarfélögin munu af sinni hálfu einnig tryggja nauðsynlegt samstarf í tengslum við framkvæmd og gerð mats á umhverfisáhrifum vegna framkvæmdarinnar,“ segir í einni grein samningsins. Samstarfssamningurinn er til fimm ára. Á meðan samningurinn er í gildi mega sveitarfélögin ekki með nokkrum hætti taka þátt í öðrum sambærilegum verkefnum nema Fluglestin hætti við verkefnið. Geri Fluglestin það verður öll vinna og gögn sem til eru orðin að almenningseign. „Við erum tiltölulega bjartsýnir með fjármögnun og erum að vonast eftir að komast af stað með verkefnið í febrúar,“ segir Runólfur. Tvö ár séu áætluð til frekari rannsóknar- og skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum. „Þá tekur við ár í forhönnun og gerð útboðsgagna. Framkvæmdir, ef allt gengur eftir, ættu að geta hafist eftir þrjú ár.“
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira