Innlent

Grandi borgar ekkert og Samherji skerðir greiðslur

Sæunn Gísladóttir skrifar
HB Grandi mun ekki greiða sérstakan jólabónus í ár og hefur ekki gert það undanfarin ár að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar, forstjóra HB Granda.

Að sögn Margrétar Ólafsdóttur, aðstoðarkonu forstjóra Samherja, munu starfsmenn fyrirtækisins fá 278 þúsund króna uppbót greidda í desember. Þeir sem voru í starfi hjá fyrirtækinu 1. desember síðastliðinn fá 200 þúsund króna launauppbót í desember ofan á 78 þúsund króna umsamda desemberuppbót. Greiðslan er miðuð við fullt starf síðastliðna tólf mánuði.

Þetta er um helmingi minni launauppbót en undanfarin ár. Í fyrra fengu starfsmenn Samherja í landi 450 þúsund króna launauppbót í desember ofan á umsamda 74 þúsunda króna desemberuppbót. Því fengu þeir alls 524 þúsund krónur í uppbót í jólamánuðinum. Árin 2011 til 2013 fengu starfsmenn svipaðar upphæðir í launa- og desemberuppbót, eða frá tæplega 400 upp í 500 þúsund krónur.

Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um jólabónus hjá fyrirtækinu. Ekki fengust upplýsingar frá Eskju, Nesfiski og Síldarvinnslu Norðfjarðar við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×