Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur.
Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira