Leggja til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70 Sæunn Gísladóttir skrifar 17. desember 2015 07:00 Meðal stofnana sem Viðskiptaráð Íslands vill leggja niður er Íbúðalánasjóður. Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Ísland er örríki í alþjóðlegum samanburði. Kostnaður af því að halda úti stofnanakerfi sem jafnast á við mun fjölmennari þjóðir er gríðarlegur, því leggur Viðskiptaráð Íslands til að fækka ríkisstofnunum úr 188 í 70. Þetta kemur fram í nýrri skoðun Viðskiptaráðs, Sníðum stakk eftir vexti, 30 tillögur að fækkun ríkisstofnana. „Það sem við erum að benda á er að í fámennari ríkjum er kostnaðurinn meiri við flókið stofnanakerfi,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs. „Við erum ekki að leggja til að kjarnastarfsemi þessara stofnana verði minnkuð, við erum að leggja til að draga úr kostnaði meðal annars vegna stjórnunarkostnaðar og stoðþjónustu. Sá kostnaður dregur úr getu þessara stofnana til að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti,“ segir Björn Brynjúlfur. Viðskiptaráð telur að engin efnisleg rök standi í vegi fyrir einföldun stofnanakerfisins, reynsla af sameiningum hafi verið jákvæð. Eftir sameiningu lögregluembætta í upphafi árs 2007 hafi þjónustan batnað; hlutfall upplýstra mála jókst um 29 prósent, eignaspjöllum fækkaði um 40 prósent og ánægja með störf lögreglunnar jókst um fimm prósent.Björn Brynjúlfur BjörnssonHinar þrjátíu tillögur Viðskiptaráðsins skiptast í fjórar tegundir fækkana: samrekstur, faglega sameiningu, hreina sameiningu og aflagningu starfsemi. Fækka mætti um 68 stofnanir með samrekstri, þá væru stofnanir reknar í sameiningu án þess að starfsstöðvum fækkaði. Ráðið bendir til dæmis á að hægt væri að reka öll söfn á vegum hins opinbera undir safnastofnun. Björn Brynjúlfur telur að tvímælalaust sé vilji til að fækka stofnunum. „Margir hafa talað fyrir því að fækka stofnunum og við viljum vekja athygli á þessu til að því verði fylgt eftir. Viljinn er ekki nóg, það þurfa aðgerðir að fylgja.“ Viðskiptaráð leggur til aflagningu fimm ríkisstofnana, Íbúðalánasjóðs, Umboðsmanns skuldara, ÁTVR, Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og Bankasýslu ríkisins. Að mati ráðsins eru stofnanirnar óþarfar. Verkefni þeirra ætti ýmist að leggja niður alfarið eða færa til annarra stofnana eða einkaaðila. Björn Brynjúlfur telur að ekki sé of djúpt tekið í árinni með þessum tillögum, þær byggi flestallar á ítarlegum greiningum sem hafa verið unnar áður. „Við teljum að þær séu raunhæfar. Við teljum að Ísland sem ríki ætti að leitast við að reka sem allra fæstar stofnanir. Vegna kostnaðar og smæðar. Örstofnanir eru illa til þess fallnar að sinna hlutverkum sínum með fullnægjandi hætti.“ Ráðið telur einnig að af nægu sé að taka þegar kemur að sameiningum á sveitarstjórnarstiginu. Það séu meðal annars tækifæri til samrekstrar þegar kemur að leik- og grunnskólakerfinu. „Mikilvægast af öllu er að fækka sveitarfélögunum sjálfum. Þau eru núna 74 og það er í algjöru ósamræmi við önnur Norðurlönd og það sem við þekkjum í öðrum ríkjum, og það er afar óhagkvæmt fyrirkomulag. Sveitarfélögum fækkaði umtalsvert í kringum síðustu aldamót, en undanfarin ár hefur mjög hægt á þeirri þróun. Þess vegna hvetjum við til þess að lagasetningu sé beitt til að tryggja frekari sameiningar, til dæmis með ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi,“ segir Björn Brynjúlfur.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira