Enski boltinn

Jimmy Hill látinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jimmy Hill
Jimmy Hill visir/getty
Ein helsta goðsögn Breta í knattspyrnu Jimmy Hill er látinn, 87 ára að aldri. Hann hafði lengi barist við Alzheimer en hann greindist með sjúkdóminn árið 2008.

Hill var áður knattspyrnumaður, knattspyrnustjóri, knattspyrnulýsandi en helst þekktur fyrir sitt hlutverk sem þáttastjórnandi í Match of the Day í mörg ár.

Hill hefur dvalið síðustu ár á hjúkrunarheimili og þar barist við þennan erfiða sjúkdóm. Gary Lineker stýrir í dag Match of the Day sem er virtasti knattspyrnuþátturinn í Bretlandi. Hill stjórnaði yfir 600 þáttum á sínum tíma. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×