Framsóknarmaður fyrir austan telur fólk skrá sig í félag zúista til að fá pening í vasann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 11:12 Stefán Bogi Sveinsson vísir/valli Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, ritar grein á vefinn Austurfrétt um trú-og lífsskoðunarfélag zúista en á rétt rúmlega tveimur vikum hefur meðlimum í félaginu fjölgað um rúmlega þúsund. Í grein sinni veltir Stefán Bogi því fyrir sér hvað zúistar séu en hann fullyrðir að þeir sem hafi skráð sig í félagið hafi ekki hugmynd um það. Hann rekur síðan það sem hann hefur komist að um félagið með leit sinni á netinu og vísar meðal annars í heimasíðu zúista. Þar kemur meðal annars fram zuismi byggi á ritum frá Súmeríu „sem er talin elsta siðmenning heimsins og trú þeirra er einnig sú elsta sem vitneskja er um,“ eins og segir í kennisetningum trúfélagsins. Á heimasíðunni er einnig greint frá því meginmarkmiði zúista að lög sem veita trú-og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög verði felld úr gildi auk þess sem gagnagrunnur yfir aðil landsmanna að trúfélögum verði lagður af. Þegar þessu markmiðum hefur verið náð verður trúfélagið lagt niður.Sjá einnig: Zúistar orðnir fleiri en múslimar á ÍslandiÝmsar athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram fyrir útfærslu á mögulegu píramídahofi sem zúistar sjá helst fyrir sér að reisa í Vatnsmýrinni verði söfnuðurinn nógu stór.„Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag“ Ein helsta nýlundan sem félag zúista stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar. Stefán Bogi leggur út frá þessu í grein sinni þegar hann segir: „Ég ætla að ganga svo langt að gefa mér að enginn hafi skráð sig í félagið til að iðka zúisma og að tilgangur þeirra sem nú hafa gengið í félagið sé annað af tvennu. Að fá peninginn í vasann, eða að mótmæla núverandi löggjöf um trú- og lífsskoðunarfélög. Ég ætla ekki að fjölyrða um fyrri liðinn. Það að skrá sig í trúfélag, án þess að trúa kennisetningum þess, til þess eins að hagnast persónulega er ekki á tiltakanlega háu plani siðferðislega. Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag. Ef þú ert trúlaus en hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni sem rúmast innan þess sem kallast lífsskoðunarfélag, skráðu þig þá í það félag. Ef þú ert trúlaus og hefur ekki lífskoðanir sem jafnast til trúarbragða, nú stattu þá utan trúfélaga. Það er hið heiðarlega.“Segir zúista í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf Stefán Bogi segist skilja það sjónarmið að mótmæla löggjöfinni um trú- og lífsskoðunarfélög og „sem slíkur gjörningur þá er framganga forsvarsmanna zúista með best heppnuðu mótmælum sem sést hafa lengi.“ Hann telur hins að félag zúista sé ekki trúfélag: „Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er með reglugerð falið að sjá um skráningu og eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Starfsemi þeirra verður að standast skilyrði sem fram koma í 3. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur fram að ef félag uppfyllir ekki þessi skilyrði lengur geti sýslumaður ákveðið að afskrá trúfélag að undangengnu ákveðnu ferli. Félag zúista er ekki trúfélag. Það er heldur ekki lífsskoðunarfélag í skilningi laganna. Það er í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf. Það er réttur hvers og eins að hafa skoðun og berjast fyrir henni. Það geta forsvarsmenn og aðrir zúistar gert áfram sem þrýstihópur eða jafnvel stjórnmálaafl. En þau geta ekki ætlast til að halda skráningu sinni sem trúfélag. Með eigin orðum og yfirlýsingum hafa þau tekið skýrt fram að markmið þeirra er ekki ástundun trúarbragða. Þau ættu með réttu lagi að afskrá félagið sjálf.“ Grein Stefáns má lesa í heild sinni hér. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Stefán Bogi Sveinsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í bæjarstjórn og bæjarráði Fljótsdalshéraðs, ritar grein á vefinn Austurfrétt um trú-og lífsskoðunarfélag zúista en á rétt rúmlega tveimur vikum hefur meðlimum í félaginu fjölgað um rúmlega þúsund. Í grein sinni veltir Stefán Bogi því fyrir sér hvað zúistar séu en hann fullyrðir að þeir sem hafi skráð sig í félagið hafi ekki hugmynd um það. Hann rekur síðan það sem hann hefur komist að um félagið með leit sinni á netinu og vísar meðal annars í heimasíðu zúista. Þar kemur meðal annars fram zuismi byggi á ritum frá Súmeríu „sem er talin elsta siðmenning heimsins og trú þeirra er einnig sú elsta sem vitneskja er um,“ eins og segir í kennisetningum trúfélagsins. Á heimasíðunni er einnig greint frá því meginmarkmiði zúista að lög sem veita trú-og lífsskoðunarfélögum forréttindi eða fjárstyrki umfram önnur félög verði felld úr gildi auk þess sem gagnagrunnur yfir aðil landsmanna að trúfélögum verði lagður af. Þegar þessu markmiðum hefur verið náð verður trúfélagið lagt niður.Sjá einnig: Zúistar orðnir fleiri en múslimar á ÍslandiÝmsar athyglisverðar hugmyndir hafa komið fram fyrir útfærslu á mögulegu píramídahofi sem zúistar sjá helst fyrir sér að reisa í Vatnsmýrinni verði söfnuðurinn nógu stór.„Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag“ Ein helsta nýlundan sem félag zúista stendur fyrir er að félagið endurgreiðir meðlimum þess árlegan styrk sem það fær frá ríkinu í nafni þeirra sem skráðir eru zúistar. Stefán Bogi leggur út frá þessu í grein sinni þegar hann segir: „Ég ætla að ganga svo langt að gefa mér að enginn hafi skráð sig í félagið til að iðka zúisma og að tilgangur þeirra sem nú hafa gengið í félagið sé annað af tvennu. Að fá peninginn í vasann, eða að mótmæla núverandi löggjöf um trú- og lífsskoðunarfélög. Ég ætla ekki að fjölyrða um fyrri liðinn. Það að skrá sig í trúfélag, án þess að trúa kennisetningum þess, til þess eins að hagnast persónulega er ekki á tiltakanlega háu plani siðferðislega. Ef þú ert tiltekinnar trúar skaltu skrá þig í viðkomandi trúfélag. Ef þú ert trúlaus en hefur sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni sem rúmast innan þess sem kallast lífsskoðunarfélag, skráðu þig þá í það félag. Ef þú ert trúlaus og hefur ekki lífskoðanir sem jafnast til trúarbragða, nú stattu þá utan trúfélaga. Það er hið heiðarlega.“Segir zúista í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf Stefán Bogi segist skilja það sjónarmið að mótmæla löggjöfinni um trú- og lífsskoðunarfélög og „sem slíkur gjörningur þá er framganga forsvarsmanna zúista með best heppnuðu mótmælum sem sést hafa lengi.“ Hann telur hins að félag zúista sé ekki trúfélag: „Sýslumanninum á Norðurlandi eystra er með reglugerð falið að sjá um skráningu og eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Starfsemi þeirra verður að standast skilyrði sem fram koma í 3. gr. laga nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur fram að ef félag uppfyllir ekki þessi skilyrði lengur geti sýslumaður ákveðið að afskrá trúfélag að undangengnu ákveðnu ferli. Félag zúista er ekki trúfélag. Það er heldur ekki lífsskoðunarfélag í skilningi laganna. Það er í besta falli áhugafélag um að breyta löggjöf. Það er réttur hvers og eins að hafa skoðun og berjast fyrir henni. Það geta forsvarsmenn og aðrir zúistar gert áfram sem þrýstihópur eða jafnvel stjórnmálaafl. En þau geta ekki ætlast til að halda skráningu sinni sem trúfélag. Með eigin orðum og yfirlýsingum hafa þau tekið skýrt fram að markmið þeirra er ekki ástundun trúarbragða. Þau ættu með réttu lagi að afskrá félagið sjálf.“ Grein Stefáns má lesa í heild sinni hér.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Zúistar orðnir fleiri en múslimar á Íslandi Zúistar eru nú orðnir eitt af stærstu trúfélögum landsins og hefur þeim fjölgað um ríflega þúsund á tveimur vikum. Yfirlýst markmið zúista er að koma sóknargjaldakerfinu af og leggja félagið síðan niður 30. nóvember 2015 18:30