Vilja nafn liðinnar ástar í burt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 4. desember 2015 07:00 Erlendar rannsóknir sýna að allt að fjórðungur fólks sé með húðflúr. Því er ekki að undra að húðflúrsýningar og ráðstefnur séu vinsælar. Hér er mynd frá sýningu í Sidney árið 2013. Nordicphotos/AFP „Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“ Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
„Hingað kemur fólk með húðflúr sem það er orðið þreytt á eða verður að reyna að eyða, til dæmis með nafni liðinnar ástar,“ segir Bolli Bjarnason húðlæknir hjá Útlitslækningu sem fjarlægir húðflúr með sérstökum húðflúrslæknalaserum. Bolli segir erlendar kannanir sýna að allt að fjórðungur fólks hafi eitt eða fleiri húðflúr og þess sé að vænta að Ísland sé engin undantekning. Húðflúr sé í tísku. „Að sama skapi koma sífellt fleiri til mín og vilja láta fjarlægja húðflúrið. Fólk virðist hafa áttað sig á að unnt er með nútímalæknalaserum að fjarlægja húðflúr með algjörri lágmarksáhættu á öramyndun sem var vandamál hér áður fyrr.“ Ekki tekst alltaf að fjarlægja allt húðflúrið heldur eingöngu draga úr lit þess. Sumir vilja eingöngu draga úr lit til að flúra yfir með nýju húðflúri. Bolli Bjarnason, húðlæknirAðrir þurfa að deyfa húðflúr því staðsetning á því vegna atvinnu er ekki samþykkt af vinnuveitanda. Best er að fjarlægja svartan lit en erfiðast er að fjarlægja gulan, appelsínugulan og grænan lit. Í öllum tilfellum þarf nokkrar meðferðir til að árangur náist. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um húðflúrara sem flúra án starfsleyfis frá heilbrigðiseftirlitinu. Bolli segir húðflúrun ekki hættulausa og að sumar aukaverkanir geti komið fram hvernig sem staðið sé að flúrinu. „Húðflúr getur leitt til örmyndana, sýkinga og myndunar húðsjúkdóma hafi fólk húðsjúkdóma fyrir. Það getur truflað segulómanir og ætti því aldrei að setja það á höfuð. Einnig geta húðflúr leitt til bólgu, eymsla og kláða sem getur verið viðvarandi. Ég hef þurft að fjarlægja húðflúr vegna ofnæmiseinkenna,“ segir Bolli. Hann bætir við að rannsókn í Danmörku hafi sýnt 62 prósent vera vegna rauðs litar og 20 prósent vegna svarts. Blá, græn og svört húðflúr valda síður ofnæmi. Húðflúrsblek geta líka innihaldið mögulega krabbameinsvaldandi efni. Bolli segir vandamál að stundum sé uppruni bleksins hvorki þekktur af húðflúrara né þeim sem fær flúrið. Í gær kom fram að íslenskir húðflúrarar með starfsleyfi fái liti sem samþykktir eru í Bandaríkjunum. En hver sem er getur pantað ódýra liti af netinu. „Mér skilst að framkvæmdastjórn ESB sé að koma með drög að reglum til að taka heildstætt á litum sem notast í Evrópu, sem er gott mál.“
Húðflúr Tengdar fréttir Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Veikur rekstrargrunnur, línudans og leiðin út úr vítahring Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Sjá meira
Húðflúra án starfsleyfis „Ég veit um dæmi frá Ísafirði þar sem hakakrossinn var húðflúraður á hendi þrettán ára barns,“ segir reyndur húðflúrari. 3. desember 2015 07:00