Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði líklega lokað á morgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 22:59 Þegar er búið að ákveða að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Mynd úr safni. Vísir/Auðunn Vitlaust veður er í kortunum fyrir morgundaginn og hafa almannavarnir og lögregluembætti víða á landinu varað fólk við að vera á ferli. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavörnum að ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er fólk varað við því að vera á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis. Vindaspákort Veðurstofu Íslands hefur sjaldan verið litríkara en dökki guli liturinn sem sést víða á þessari mynd táknar vind í kringum 40 metra á sekúndu. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu öllu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur þegar verið ákveðið að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð eftir hádegi á morgun. Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði verður einnig að öllum líkindum lokað klukkan fjögur síðdegis ef veðurspáin gengur eftir. Ekkert ferðaveður verður því á landinu. Samkvæmt tilkynningu almannavarna er talið að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Vitlaust veður er í kortunum fyrir morgundaginn og hafa almannavarnir og lögregluembætti víða á landinu varað fólk við að vera á ferli. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavörnum að ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er fólk varað við því að vera á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis. Vindaspákort Veðurstofu Íslands hefur sjaldan verið litríkara en dökki guli liturinn sem sést víða á þessari mynd táknar vind í kringum 40 metra á sekúndu. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu öllu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur þegar verið ákveðið að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð eftir hádegi á morgun. Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði verður einnig að öllum líkindum lokað klukkan fjögur síðdegis ef veðurspáin gengur eftir. Ekkert ferðaveður verður því á landinu. Samkvæmt tilkynningu almannavarna er talið að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi
Veður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Skjálfti fannst í byggð Innlent Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir