Segja útgerðarmenn sýna sjómönnum lítilsvirðingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 8. desember 2015 06:00 Upp úr kjaraviðræðum slitnaði fyrir helgi. Fréttablaðið/Vilhelm „Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni. Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Útgerðarmenn sem aðild eiga að SFS ættu að skammast sín fyrir þá lítilsvirðingu sem þeir sýna sjómönnum með framferði sínu.“ Þetta segir í yfirlýsingu Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, Sjómannasambands Íslands, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna, eftir að upp úr viðræðum slitnaði í kjaradeilunni milli samtaka sjómanna og SFS á föstudag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samningar sjómanna og SFS hafi verið lausir frá 1. janúar 2011 eða í tæp 5 ár. „Þann 22. maí 2012 vísaði LÍÚ, sem nú ber nafnið Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi [SFS], deilunni til ríkissáttasemjara og hótaði í leiðinni að boða verkbann á sjómenn til að knýja fram kröfur sínar um verulega skerðingu á kjörum sjómanna. Af verkbanninu varð þó ekki en enginn vilji er hjá SFS til að ljúka gerð kjarasamnings við sjómenn,“ segir þar. Samtökin segja SFS nú á haustdögum hafa sýnt í verki áhugaleysi sitt á að ljúka kjarasamningum, ýmist með því að svara ekki málum sem fulltrúar sjómanna hafi lagt fram til lausnar deilunni, eða með útúrsnúningum og rangtúlkunum. Fulltrúar útgerðarinnar hafi jafnvel gengið svo langt að bæta í kröfur sínar um skerðingu á kjörum sjómanna. „Með framkomu sinni sýna samtök útgerðarmanna starfsfólki sínu sem starfar á skipum þeirra mikla lítilsvirðingu. Þetta gerist á sama tíma og hagnaður, á öllu tímabilinu sem samningar hafa verið lausir, hefur aldrei í sögu atvinnugreinarinnar verið jafn mikill,“ segir í yfirlýsingunni. Arðgreiðslur undanfarin ár sýni mikla velgengni.
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Erlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira