Seig niður steinkantinn um borð í Storm og naut liðsinnis almennings Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2015 12:15 Jón Bjarnason og Stormur. Vísir/Pjetur Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Betur fór en á horfðist hjá Jóni Bjarnasyni og bát hans Stormi sem var hætt kominn í gömlu höfninni við Ægisgarð í gærkvöldi og í nótt. Jón lýsti áhyggjum sínum yfir stöðu mála í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi þar sem bátur hans hafði losnað og veltist upp í höfninni. Töldu margir að báturinn myndi sökkva. Tveir bátar sukku í höfninni í nótt en vonast er til þess að hægt verði að hífa þá upp í dag. Á tólfta tímanum tókst Jóni þó að bjarga bátnum með aðstoð félaga síns, Pétur Bjarnasonar. Þá nutu þeir aðstoðar vegfarenda sem þeir kunna miklar og góðar þakkir fyrir. Lýsa þeir því hvernig þeir hafi mætt á staðinn í gærkvöldi og um leið fengið þá tilkynningu frá yfirvöldum á staðnum að ekkert yrði gert til þess að reyna björgun á bátunum. Eina vitið væri að bíða og vona það besta. Jón var mættur í Storm á ellefta tímanum og byrjaður að hella vatni úr bátnum.vísir/pjetur Segir rugl að bátunum hafi ekki verið sinnt Nokkuð margir voru við höfnina að fylgjast með aðstæðum en eitthvað um tíu til tólf bátar voru í smábátahöfninni. Jón Þór Ingimundarson, eigandi Laxa, var þeirra á meðal. Hann lýsti því í samtali við Vísi í gærkvöldi hvernig hann hefði mætt fyrr um daginn til að binda bátinn. Hann sagði alls ekki rétt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi að eigendur smábátanna hefðu ekki sinnt þeim. „Það er bara rugl,“ segir Jón Þór sem mætti niður á höfn í dag til að búa um bátinn. Þá hafði hann sömuleiðis samband við Faxaflóahafnir sem sögðu ekki þörf á að færa bátana. Jón að binda bátinn í Reykjavíkurhöfn í morgun.Vísir/Pjetur Hinn almenni borgari til bjargar Jón og Pétur tóku af skarið á tólfta tímanum og seig Jón niður steinkantinn um borð í bátinn til þess að reyna að koma böndum á hann. Höfðu þeir bundið bátinn með þremur böndum að framan og tveimur að aftan fyrr um daginn en þau höfðu slitnað. Fólk sem fylgdist með Jóni síga um borð dreif að til að aðstoða þá.Pétur lýsir því hvernig þeim tókst að koma böndum á bátinn og nutu liðsinnis almennings við verkið. Þegar tekist hafði að draga bátinn yfir á bryggjuna mættu slökkvilið, sjúkrabíll og björgunarsveitir á staðinn. Það hafi þó verið frumkvæði hins almenna borgara sem hafi skipt öllu að tókst að bjarga Stormi. Þeir hafi einnig byrjað að festa aðra báta áður en björgunarsveitarmenn og slökkviliðsmenn slógust í hópinn.Tveir bátar sukku í gærkvöldi og velta þeir Jón og Pétur fyrir sér hvort ekki hefði mátt bjarga þeim hefði verið farið fyrr niður á bryggju til að festa þá. Vonir standa til að bátarnir verði hífðir upp í dag að því er Gísli Hallsson, yfirhafnsögumaður hjá Faxaflóahöfnum segir. Höskuldur Kári Schram, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við þá Gísla og Jón en í innslaginu að neðan má einnig sjá hvað gekk á í höfninni í gærkvöldi og aðstæður aftur í morgun.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira