Orðusvipting óháð mögulegu framboði Ólafs Ragnars til endurkjörs Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2015 12:55 Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Guðni Ágústsson formaður orðunefndar og yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar segir ákvörðun nefndarinnar um að svipta Sigurð Einarsson fálkaorðunni ekkert hafa með það að gera að forsetinn íhugi þessa dagana hvort hann bjóði sig fram til embættis forseta í sjötta sinn. Sex manns sitja í orðunefnd undir formennsku Guðna Ágústssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins og ráðherra. En nefndin gerir tillögur um hverjir skuli hljóta fálkaorðuna hverju sinni. Guðni segir nefndin hafa ákveðið einróma að svipta Sigurð Einarsson fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings orðunni vegna fjögurra ára fangelsisdóms sem hann hlaut í Al Thani málinu svo kallaða. Þessi ákvörðun hafi fordæmisgildi gagnvart öðrum orðuhöfum. „Já, já fari þeir í fangelsi. Hljóti það alvarlegan dóm. Þá liggur það fyrir að þetta er ákvörðun sem er tekin og verður miðað við í framtíðinni vona ég,“ segir Guðni. Menn verði þó ekki sviptir orðunni fyrir smávægileg brot eins og hraðakstur. Þessi ákvörðun er ekki forsetans Ólafs Ragnars Grímssonar nema að forminu til heldur orðunefndarinnar. Forsetinn liggur hins vegar undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína á Bessastöðum. Guðni er yfirlýstur stuðningsmaður Ólafs Ragnars.Hefur þetta eitthvað með það að gera að forsetinn er að íhuga mál sitt? „Þetta snertir ekki á nokkurn einasta hátt það mál. Það er ákvörðun forsetans hvort hann gefur kost á sér eða ekki,“ segir Guðni. Hins vegar liggur hann ekkert á þeirri skoðun sinni að forsetinn hafi staðið sig vel bæði innanlands og utan. „Bæði í Icesave og fleiri málum. Ég styð Ólaf og finnst hann hafa staðið sig afburðavel sem forseti, í hryðjuverkalögum og öðru. Norðurslóðunum; tekið forystu þar,“ segir Guðni.Þannig að þú telur langt í frá að það sé tómt á tankinum hjá forsetanum og hann gæti þjónað landinu lengur? „Það er engin spurning í mínum huga. En hann verður bara að taka ákvörðun um það sjálfur. Það er mikil orka í honum og mikill kraftur,“ segir Guðni Ágústsson.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira