Fjölga þarf landamæravörðum á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:47 Frá neyðarfundi innanríkisráðherra í dag. Vísir/AFP Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Sjá meira
Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38