Fjölga þarf landamæravörðum á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2015 18:47 Frá neyðarfundi innanríkisráðherra í dag. Vísir/AFP Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Innanríkis- og dómsmálaráðherrar Evrópu ákváðu í dag að herða landamæragæslu á ytri landamærum Schengensvæðisins. Ólöf Nordal segir allar líkur á að fjölga þurfi starfsfólki á Keflavíkurflugvelli vegna þessa. Öryggisgæsla er enn mikil í París nú þegar vika er liðin frá hryðjuverkaárásunum sem urðu 129 manns að bana síðast liðið föstudagskvöld. Þá sat Ólöf Nordal innanríkisráðherra skyndifund innanríkis- og dómsmálaráðherra Evrópu í Brussel í dag. „Það eru allir sammála um að það verði að stíga ákveðnari skref í að styrkja ytri landamæri Schengen. Fundurinn lýsti auðvitað yfir mikilli samstöðu með Frökkum vegna þeirra atburða sem urðu á föstudaginn,“ segir Ólöf. Þá hefur öryggisgæsla verið aukin til muna í Stokkhólmi eftir að sænska lögreglan handtók 22ja ára gamlan mann í flóttamannamiðstöð í Bolidin í norður Svíþjóð í gær. Hann er talinn vera af íröskum ættum og er grunaður um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkárás í Svíþjóð. „Mér er mjög létt að okkur hafi tekist að finna þennan mann.. Yfirheyrslur standa nú yfir þar sem við reynum að komast að því hvort einhverjir aðrir tengist þessum áformum eða hvort hann var einn að verki,“ segir Dan Elliasson lögreglustjóri. Innanríkisráðherra segir að á ráðherrafundinum í Brussel hafi verið ákveðið að herða alla landamæragæslu á Schengen svæðinu. „Ríkin eru hvött til að fara í meira mæli í tilviljunarkennt tékk á landamærunum. Þar sem m.a. er verið að fara yfir skilríki án þess að það sé gert með kerfisbundnum hætti. Þetta nái bæði til íbúa innan og utan Schengen,“ segir Ólöf. Þá séu auknar kröfur um landamæragæslu á ytri landamærum Schengen eins og á Keflavíkurflugvelli. „Ég held að það fari að koma að því að við förum rækilega yfir það hvort við höfum nægan mannskap á Keflavíkurflugvelli. Við finnum það á þessum fundum að við erum að fara í þá átt að það verður að gera betur þarna og við verðum þá að vera tilbúin til að axla þá ábyrgð sem á okkur hvílir í því. Þannig að ég held að það blasi við á næstunni,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38 Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Herða landamæraeftirlit inn á Schengen-svæðið Hertar reglur ná einnig til ríkisborgara Schengen-ríkja. 20. nóvember 2015 13:38