„Enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 14:13 "Við gerum okkur ekki neinar væntingar fyrir fundinn í dag,“ segir Gylfi. vísir Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Fundur í kjaradeilu starfsmanna álversins í Straumsvík hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Gylfi Ingvarsson, talsmaður samninganefndar starfsmanna hjá ÍSAL, segist gera sér litlar vonir. „Þetta er jákvætt á meðan menn eru að talast við,“ sagði hann í samtali við fréttastofu, skömmu fyrir fundinn.Aðaldeilumálið lagt til hliðar Fundi deiluaðila lauk seint í gærkvöld, án niðurstöðu. Takist ekki samningar hefst verkfall starfsmanna 2. desember. Það jafngildir því að fyrirtækinu verði lokað – hugsanlega til frambúðar. „Við erum sammála um að setja aðaldeilumálið til hliðar í bili, verktakamálið, og reyna að ræða önnur mál sem standa úti, launamál og annað slíkt,“ segir Gylfi. Þar vísar hann í kröfu stjórnenda álversins um aukna heimild til verktöku. Sérstakt ákvæði hefur verið í kjarasamningnum frá 1972, sem bannar fyrirtækinu að ráða verktaka, nema samið hafi verið um undanþágur. Fyrirtækið vill fjölga þessum undanþágum. „Það hefur enginn launamaður þurft að semja störfin frá sér í svona kjaradeilum, og það ætlum við ekki að gera. En ef aðilar fást til að semja við okkur á sömu nótum og samið hefur verið um á almennum markaði þá get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“Áhrifa verkfallsins gæti víða í Hafnarfirði Kjaradeilan er í svo hörðum hnút að komin er áætlun um að byrjað verði að slökkva á kerjunum eftir rúma viku. Rósa Guðbjartsdóttir, forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af stöðu mála, og segir lokunina koma til með að hafa áhrif á allt að eitt þúsund starfsmenn í bænum. „Ég vil hreinlega ekki hugsa þessa hugsun til enda ef af þessu verður. En þarna er um gríðarlega hagsmuni að ræða, milljarða hagsmuni fyrir hafnfirkst samfélag. Það er alveg ljóst,“ segir Rósa.Raforkusala upp á hundruð milljarða í húfiÞá ríkir óvissa um hvort hugsanleg lokun losi Rio Tinto undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. Raforkusala upp á mörg hundruð milljarða króna næstu tuttugu ár er í húfi því árið 2010 gerðu fyrirtækin með sér raforkusamning sem gildir til ársins 2036. Við endurskoðun samningsins í fyrra tók Landsvirkjun fram að Búðarhálsvirkjun hefði verið reist til að efna samninginn. Forsvarsmenn álversins segja trúnað gilda um raforkusamninginn. Þeir muni því ekki tjá sig um einstök ákvæði hans. Svipuð svör hafa fengist frá ráðamönnum Landsvirkjunar, sem ætla ekki að tjá sig um málið að svo stöddu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29 Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00 Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Sjá meira
Lokun álversins hafi mikil áhrif á hafnfirskt samfélag Forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hefur þungar áhyggjur af fyrirhugaðri lokun álversins í Straumsvík. 23. nóvember 2015 12:29
Búa sig undir að slökkva á Straumsvík Samþykkt hefur verið að stéttarfélög starfsmanna álversins í Straumsvík aðstoði Rio Tinto Alcan í tvær vikur við það að slökkva á álverinu, eftir að verkfall hefst annan desember. Ef ekki tekst að semja, hefst verkfall um 300 starfsmanna álversins eftir rúma viku. 23. nóvember 2015 07:00
Óvíst hvort Rio Tinto losnar undan kaupskyldu raforku Óvissa ríkir um hvort hugsanleg lokun álversins í Straumsvík vegna verkfallstjóns losi Rio Tinto Alcan undan ábyrgð á raforkusamningi gagnvart Landsvirkjun. 23. nóvember 2015 19:30