Nefndarformenn stjórnarflokkanna gagnrýna málaskort frá ráðherrum Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 18:52 Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá. Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira
Tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna tóku undir gagnrýni stjórnarandstöðuþingmanna í dag á hversu seint og illa ráðherrar leggja fram mál á Alþingi. Málaþurrðin komi niður á störfum þingsins. Það er ekki oft sem þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðu eru sammála um að kvarta undan því að allt of lítið sé að gera á Alþingi. Samkvæmt málaskrá ríkisstjórnarinnar ætluðu ráðherrarnir að leggja fram 127 frumvörp á haustþingi en aðeins tuttugu og þrjú þeirra hafa litið dagsins ljós. „Mig langar til að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum. Fyrir vikið hafa margar nefndir lítið að gera og þetta setur þingstörfin í uppnám,“ sagði Brynhildur Pétursdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar við upphaf þingfundar í dag. Hún sagði Bjarta framtíð ekki muna greiða afbrigðum atkvæði sitt til að koma málum að sem komi fram eftir að frestur til að leggja þau fram renni út um mánaðamótin. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar tók undir þetta. Hann vakti líka athygli á að í ofanálag hafi ráðherrar ítrekað óskað eftir fresti til að svara skriflegum fyrirspurnum þingmanna. Menntamálaráðherra hafi t.a.m. tvívegis frestað að svara fyrirspurn frá honum. „Til að svara fyrirspurn minni um forsendur þeirrar ákvörðunar menntamálaráðherra, sem löngu er búið að taka; að hætta að borga fyrir fólk yfir 25 ára aldri í framhaldsskólum,“ sagði Árni Páll. Þingmenn annarra stjórnarandstöðuflokka tóku undir þessa gagnrýni og það gerðu tveir nefndarformenn stjórnarflokkanna einnig. Vigdís Haulsdóttir formaður fjárlaganefndar gagnrýndi ítrekaðar breytingar á þingsköpum og taldi þing koma óþarflega snemma saman á haustin. „Hér liggja í bunkum óteljandi þingmannamál bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. En þau komast ekki á dagskrá þingsins þrátt fyrir að það sé málefnaþurrð. Því þá er búið að taka upp eitthvað kvótakerfi í forsætisnefnd sem leiðir það af sér að þingmenn koma ekki málum sínum á dagskrá,“ sagði Vigdís. „Og við þetta verður ekki vel við unað, virðulegur forseti, og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn,“ bætti Vigdís við. „Það var boðað í þingmálaskrá ráðherra að fimmtíu stjórnarfrumvörp ættu að koma inn í nefndina (allsherjar- og menntamálanefnd). Nú þegar nóvember er að verða hálfnaður hefur eitt málið komið inn og við erum að sjálfsögðu búin að afgreiða það út,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. „En ég tek undir þá hvatningu til ráðherra að fara nú að koma fleiri málum hérna inn svo við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel,“ sagði Unnur Brá.
Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Sjá meira