Prófessorar ætla í verkfall í desember sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 15:06 Um helmingur prófa fellur niður, verði af verkfallinu. vísir/anton brink Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Prófessorar við ríkisháskóla samþykktu verkfallsboðun með miklum meirihluta í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag, eða með 85 prósent atkvæða. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir verða dagana 2. til 18.desember, náist ekki samningar fyrir þann tíma. Alls greiddu 246 atkvæði og var kosningaþátttaka 76 prósent. 15 prósent félagsmanna voru mótfallnir því að efnt yrði til verkfalls. „Það má kannski segja að niðurstaðan hafi verið meira afgerandi en ég reiknaði með, en ég taldi mig vissan um að það yrði mikill meirihluti sem styddi boðun verkfalls ef ekki hefði samist. Menn eru mjög óhressir með hvernig gangur viðræðna hefur verið. Við höfum endurtekið þurft að bíða eftir ýmsum ytri aðstæðum sem hafa komið upp og fallist á það, meðal annars vegna SALEK-vinnunnar, og áttum von á að það kæmi gangur í viðræðurnar í kjölfarið, en hann varð ekki nægilega mikill,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Hann bætir við að gangur viðræðna sé nú ágætur og vonar að samningar náist fljótt.Slétt ár frá síðustu verkfallsboðun Prófessorar boðuðu til verkfalls fyrir um sléttu ári síðan, eða 11. nóvember 2014. Þeir undirrituðu skammtíma kjarasamning í desember og þannig tókst að afstýra tveggja vikna verkfalli í háskólum landsins. Kjarasamningur þeirra rann út í lok febrúar og hafa viðræður staðið yfir síðan þá. Félagsmenn eru prófessorar fastráðnir við íslenska ríkisháskóla; Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og Hólaskóla. Þá er lektorum og dósentum sem fastráðnir eru við þessa háskóla heimil aðild að félaginu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Jólapróf háskólanema í tvísýnu Prófessorar greiða atkvæði um verkfall í desember. 11. nóvember 2015 10:37