Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm „Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði