Ólafur Ragnar: Norðurslóðir eru eins og ný Afríka Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. nóvember 2015 23:54 Ólafur Ragnar á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpu í síðasta mánuði. vísir/vilhelm „Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
„Þetta er eins og að fylgjast með nýrri Afríku birtast,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson en þar á hann við hnignun íssins á heimskautasvæðunum. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um málefni Norðurslóða sem fram fer í Singapúr um þetta leiti. CNBC greindi frá. Ríkisstjórnir fjölmargra landa auk einkaaðila eru í startholunum vegna hnignunar íshellunar, tilbúin í að eigna sér auðlindir sem kynnu að koma í ljós undan henni. Í ár er íshellan um 7,7 milljón ferkílómetrar að flatarmáli sem er um 1,2 milljón ferkílómetrum minna en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Meðal afleiðinga þess eru að nýjar siglingaleiðir hafa opnast sem áður voru ófærar en að auki má nefna hækkandi yfirborð sjávar. Tilraunir hafa leitt í ljós að ferðin frá Singapúr til Rotterdam er tíu dögum skemmri ef siglt er um Norðurslóðir. „Þar til fyrir um tuttugu árum voru Norðurslóðir algjörlega óþekkt og ókannað svæði,“ sagði Ólafur Ragnar á ráðstefnu um málefni svæðisins sem fer fram í Singapúr. Að sögn forsetans má leiða að því líkum að undir íshellunni leynist málmar, olía og gas og ekki sé óhugsandi að hægt sé að nýta vindinn og jarðhita þar til að framleiða orku. „Það er mikil þörf á því að þjóðir heimsins vinni saman að nýtingu og uppbyggingu heimskautasvæðana en gleymi sér ekki í samkeppni hver gegn annari,“ sagði Ólafur Ragnar og bætti við að nauðsynlegt sé að hugsa um þær afleiðingar sem breytingarnar geti haft á umhverfið. Þjóðir heimsins verði að vita að það sem er að gerast á Norðurslóðum hafi áhrif á lönd um allan heim.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15 Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10 Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Sjá meira
Ólafur Ragnar: Ísland að verða Sviss norðurslóða Forseti Íslands segir Arctic Circle ráðstefnuna mikilvæga fyrir Ísland. 11. október 2015 11:15
Málefni norðurslóða: Støre segir Norðmenn vera að missa frumkvæðið í hendur Ólafs Ragnars Jonas Gahr Støre spurði fyrr í vikunni hvers vegna Frakklandsforseti hafi farið til Reykjavíkur en ekki Tromsø til að ræða málefni norðurslóða. 12. nóvember 2015 10:10
Ólafur Ragnar orðinn heiðursdoktor Rektor Kookmin-háskólans er sagður hafa getið sérstaklega framlags Ólafs Ragnars til umhverfisverndar og friðsamlegrar samvinnu þjóða og frumkvæðis hans í málefnum Norðurslóða. 10. nóvember 2015 16:07
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent