Vöxtur í framkvæmdum kallar á innflutt vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 20:59 Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við. Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við.
Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels