Vöxtur í framkvæmdum kallar á innflutt vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 20:59 Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við. Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við.
Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira