Lífið

Í beinni: Dagur 1 á Iceland Airwaves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það er alltaf fjör á Airwaves.
Það er alltaf fjör á Airwaves. vísir
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves byrjar með pompi og prakt í kvöld. Erlenda gesti hefur drifið að í vikunni og búist er við mörg þúsund manns á hátíðinni.

Hundruð listamanna munu troða upp um bæinn þveran og endilangan næstu daga. Uppselt er á hátíðina, en alls seldust níu þúsund miðar. Alls verða um 5.500 erlendir gestir á hátíðinni í ár sem er met.

Umræðan á Twitter hefur alltaf verið fyrirferðamikil á hátíðinni og keppist fólk einnig við að setja skemmtilegar myndir inn á Instagram. Hér að neðan má fylgjast með því sem er að gerast á þessum samfélagsmiðlum en til að taka þátt, þarf að hafa #airwaves15







Útvarpsstöðin KEXP frá Seattle er einnig mætt til landsins og verður með beina útsendingu frá KEX Hostel eins og síðustu ár. Hægt er að horfa á útsendinguna í spilaranum hér að neðan. 

Dagskráin á KEX í dag:

Klukkan 14 - East of My Youth

Klukkan 16 - Markús & the Diversion Sessions

Klukkan 18 - Operators

Klukkan 19:30 - Hjaltalín

Klukkan 21:30 - Fufanu

Í Norræna húsinu er einnig metnaðarfull dagskrá þar sem fjöldi hljómsveita frá Skandinavíu koma fram. Tónleikarnir fara fram í nýjum tónleikasal sem kallast Svarti kassinn.

Þeir eru hluti af Off-venue dagskrá Airwaves og er aðgangur ókeypis. Hér að neðan má fylgjast með beinni útsending frá Norræna húsinu. 

Dagskrá Norræna hússins í dag:

15:00 Aragrúi

16:00 Morning Bear (US)

17:00 My Brother is Pale

18:00 Dikta

Tónleikagestir á Iceland Airwaves eru einnig mjög duglegir að deila myndum og myndböndum frá öllu sem tengist hátíðinni í gegnum Instagram.

Hér fyrir neðan má sjá nýjustu myndirnar sem eru merktar með #airwaves15.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×