Þurfti að búa til fallegt Everestfjall Gunnar Leó Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 08:00 Daði Einarsson sá meðal annars um að búa til fjallgarð og snjóstorm í myndinnni Everest. vísir/gva Daði Einarsson var svokallaður tæknibrellustjóri kvikmyndarinnar Everest sem frumsýnd var fyrir skömmu. Myndin, sem leikstýrð er af Baltasar Kormáki hefur slegið í gegn um heim allan og þá hafa tæknibrellurnar í myndinni fengið mikið lof.Krefjandi gagnvart aðstandendum þeirra sem létust Daði segir verkið hafa verið einkar krefjandi sökum þess að allt þurfti að vera mjög raunverulegt til að gera söguna raunverulega og trúverðuga. „Þetta var ótrúlega krefjandi verkefni og þess vegna mjög gaman. Ábyrgðin var líka mjög mikil gagnvart framleiðanda, leikstjóra, áhorfendum og ekki síst gagnvart aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. Það var líka mikilvægt að gera þetta vel gagnvart fjallafólki og það mátti ekki skálda mikið í kringum þetta. Það var mikil pressa að ná þessu rétt og við vorum mjög nákvæmir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Daði spurður út verkefnið. Everest kom eins og fyrr segir út fyrir skömmu en hún hefur þó átt huga Daða í um tvö ár. „Þetta var mjög langt ferli. Ég kem mjög snemma inn í ferlið og það eru eiginlega fáar deildir sem koma jafn snemma inn í ferlið og okkar deild. Við byrjuðum að undirbúa þetta árið 2012 og fórum í vettvangskannanir árið 2013. Sumarið 2013 vorum við að festa niður tökustaði og svo hófust tökur í janúar 2014. Við skilum svo af okkur í byrjun júní 2015, þannig að þetta eru um tvö ár sem hafa alveg farið í verkefnið,“ útskýrir Daði.Að mestu unnið á Íslandi Sem tæknibrellustjóri setur Daði upp plan og hefur yfirsýn en með honum starfar fjöldi fólks. „Megnið af tæknibrellu vinnunni fór fram á Íslandi og og þetta eru mest allt Íslendingar sem vinna að þessu. Við unnum verkefni þó einnig með fyrirtæki í London og Svíþjóð.“ Everest er byggð á sönnum atburðum sem gerðust í maí árið 1996, þegar öflugur stormur skall skyndilega og algjörlega óvænt á fjallinu með þeim afleiðingum að átta fjallgöngumenn sem voru komnir á toppinn eða rétt að komast þangað fórust. Hvernig fer maður að því að búa til slíkan storm í kvikmynd? „Að búa til storm byrjar á mikilli rannsóknarvinnu. Við leytum að myndskeiðum af alvöru stormum, förum á Youtube og skoðum alveru fyrirbærið. Svo hönnum við okkar storm með concept artista, gerum skissur og skoðum með leikstjóra. Þegar við erum sammála um hvernig þetta á að líta út förum við í þá vinnu að búa til storm sem hreyfist og virðist raunverulegur. Þar notumst við meðal annars við hugbúnað sem líkir eftir nátturufyrirbærum og skeytum saman við tölvuteiknuð ský. Við reynum að nota mikið af samanskeyttum ljósmyndum eða kvikmyndatökum og fyrir alla muni reynum að halda okkur í sama heymi og óbreyttu tökurnar. Það er alveg sama hversu vel tæknibrellur eru gerðar, ef þau eru stílbrot við óbreyttu tökurnar þá eru þær misheppnaðar,“ útskýrir Daði. Til þess að setja sig í aðstæðurnar þurftu Daði og Baltasar að fara til Everest og skoða svæðið vel. „Við fórum til Everest og fórum þar um í þyrlu og þurftum að kynna okkur þetta og átta okkur á aðstæðum. Við þurftum að finna þá tilfinningu sem við vildum setja á tjaldið. Eftir á að hyggja var það mjög mikilvægt og öll ákvarðannataka var tekin út frá þessari upplifun.“ Daði segir myndina frábrugðna ævintýramyndum hvað varðar tæknibrellur að því leytinu til að ekkert mátti út af bregða í Everest. „Myndin er sérlega erfið að því leytinu til að það má ekkert út af bregða í mörgum tilfellum. Ef þetta væri ævintýramynd þá væri meira frelsi til að skálda og hafa eitthvað sem er kannski frekar fallegt heldur en að það sé endilega raunverulegt. Everest varð að vera reunveruleg til að halda öllu inni í sögunni. Í grunninn til var bara eitt stórt vandamál og það var að búa til fjallgarð. Þegar við sáum að við gátum búið til raunverulegt og fallegt Everestfjall var þetta komið að mestu leyti,“ útskýrir Daði.Fleiri stór verkefni í pípunum Myndin er tekin upp víðsvegar, í Katmandu og í Nepal en þegar komið var að grunnbúðum Everest var farið í kvikmyndastúdíó í Róm og víðar og notast við Greenscreen. „Við tókum mikið upp í Dolomite-fjöllunum í Ítalíu og náðum þar að nýta okkur snjóinn og kuldann en við skiptum samt út fjöllunum fyrir Himalaya-fjöllin. Við vorum þarna í þrjú þúsund metra hæð þannig að þetta voru ekkert þæginlegar innitökur,“ bætir Daði við. Daði og Baltasar hafa nú unnið að fjórum kvikmyndum saman og eiga saman fyrirtækið RVX. RVX á í nógu að snúast og hefur fyrirtækið fengið mikið af fyrirspurnun eftir að Everest kom út. „Við erum á fullu með eitt og annað. Það er eitt stórt verkefni á döfinni sem er spennandi. Eftir að Everest kom út hafa menn verið að spyrjast fyrir hvernig við gerðum þetta. Annars erum við núna að bera saman og skoða næstu myndir. Svo þess á milli erum við alltaf með fullt af smærri verkefnum og erum til dæmis að vinna að þáttunum Ófærð um þessar mundir.“Hér sjáum við atriði áður en tæknibrellurnar koma við sögu með Greenscreen í bakgrunn.Það verður sérstök spurt og svarað sýning á Everest í kvöld klukkan 19.00 í Sambíóunum í Egilshöll. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, og Daði svara spuringum gesta úr sal að sýningu lokinni. Þá mun Tómas Guðbjartsson fjallalæknir einnig svara spurningum og jafnframt stýra umræðum. Allur ágóði af sýningunni rennur til Undanfarasveitar Landsbjargar. Helstu verkefni Daða undanfarin ár Everest - 2015Fúsi - 2015Metalhead - 2013Gravity - 20132 Guns - 2013Boardwalk Empire - 2012Djúpið - 2012Contraband - 2012Hér er sama atriði með tæknibrellu í bakgrunn. Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira
Daði Einarsson var svokallaður tæknibrellustjóri kvikmyndarinnar Everest sem frumsýnd var fyrir skömmu. Myndin, sem leikstýrð er af Baltasar Kormáki hefur slegið í gegn um heim allan og þá hafa tæknibrellurnar í myndinni fengið mikið lof.Krefjandi gagnvart aðstandendum þeirra sem létust Daði segir verkið hafa verið einkar krefjandi sökum þess að allt þurfti að vera mjög raunverulegt til að gera söguna raunverulega og trúverðuga. „Þetta var ótrúlega krefjandi verkefni og þess vegna mjög gaman. Ábyrgðin var líka mjög mikil gagnvart framleiðanda, leikstjóra, áhorfendum og ekki síst gagnvart aðstandenda þeirra sem létust í slysinu. Það var líka mikilvægt að gera þetta vel gagnvart fjallafólki og það mátti ekki skálda mikið í kringum þetta. Það var mikil pressa að ná þessu rétt og við vorum mjög nákvæmir í öllum okkar aðgerðum,“ segir Daði spurður út verkefnið. Everest kom eins og fyrr segir út fyrir skömmu en hún hefur þó átt huga Daða í um tvö ár. „Þetta var mjög langt ferli. Ég kem mjög snemma inn í ferlið og það eru eiginlega fáar deildir sem koma jafn snemma inn í ferlið og okkar deild. Við byrjuðum að undirbúa þetta árið 2012 og fórum í vettvangskannanir árið 2013. Sumarið 2013 vorum við að festa niður tökustaði og svo hófust tökur í janúar 2014. Við skilum svo af okkur í byrjun júní 2015, þannig að þetta eru um tvö ár sem hafa alveg farið í verkefnið,“ útskýrir Daði.Að mestu unnið á Íslandi Sem tæknibrellustjóri setur Daði upp plan og hefur yfirsýn en með honum starfar fjöldi fólks. „Megnið af tæknibrellu vinnunni fór fram á Íslandi og og þetta eru mest allt Íslendingar sem vinna að þessu. Við unnum verkefni þó einnig með fyrirtæki í London og Svíþjóð.“ Everest er byggð á sönnum atburðum sem gerðust í maí árið 1996, þegar öflugur stormur skall skyndilega og algjörlega óvænt á fjallinu með þeim afleiðingum að átta fjallgöngumenn sem voru komnir á toppinn eða rétt að komast þangað fórust. Hvernig fer maður að því að búa til slíkan storm í kvikmynd? „Að búa til storm byrjar á mikilli rannsóknarvinnu. Við leytum að myndskeiðum af alvöru stormum, förum á Youtube og skoðum alveru fyrirbærið. Svo hönnum við okkar storm með concept artista, gerum skissur og skoðum með leikstjóra. Þegar við erum sammála um hvernig þetta á að líta út förum við í þá vinnu að búa til storm sem hreyfist og virðist raunverulegur. Þar notumst við meðal annars við hugbúnað sem líkir eftir nátturufyrirbærum og skeytum saman við tölvuteiknuð ský. Við reynum að nota mikið af samanskeyttum ljósmyndum eða kvikmyndatökum og fyrir alla muni reynum að halda okkur í sama heymi og óbreyttu tökurnar. Það er alveg sama hversu vel tæknibrellur eru gerðar, ef þau eru stílbrot við óbreyttu tökurnar þá eru þær misheppnaðar,“ útskýrir Daði. Til þess að setja sig í aðstæðurnar þurftu Daði og Baltasar að fara til Everest og skoða svæðið vel. „Við fórum til Everest og fórum þar um í þyrlu og þurftum að kynna okkur þetta og átta okkur á aðstæðum. Við þurftum að finna þá tilfinningu sem við vildum setja á tjaldið. Eftir á að hyggja var það mjög mikilvægt og öll ákvarðannataka var tekin út frá þessari upplifun.“ Daði segir myndina frábrugðna ævintýramyndum hvað varðar tæknibrellur að því leytinu til að ekkert mátti út af bregða í Everest. „Myndin er sérlega erfið að því leytinu til að það má ekkert út af bregða í mörgum tilfellum. Ef þetta væri ævintýramynd þá væri meira frelsi til að skálda og hafa eitthvað sem er kannski frekar fallegt heldur en að það sé endilega raunverulegt. Everest varð að vera reunveruleg til að halda öllu inni í sögunni. Í grunninn til var bara eitt stórt vandamál og það var að búa til fjallgarð. Þegar við sáum að við gátum búið til raunverulegt og fallegt Everestfjall var þetta komið að mestu leyti,“ útskýrir Daði.Fleiri stór verkefni í pípunum Myndin er tekin upp víðsvegar, í Katmandu og í Nepal en þegar komið var að grunnbúðum Everest var farið í kvikmyndastúdíó í Róm og víðar og notast við Greenscreen. „Við tókum mikið upp í Dolomite-fjöllunum í Ítalíu og náðum þar að nýta okkur snjóinn og kuldann en við skiptum samt út fjöllunum fyrir Himalaya-fjöllin. Við vorum þarna í þrjú þúsund metra hæð þannig að þetta voru ekkert þæginlegar innitökur,“ bætir Daði við. Daði og Baltasar hafa nú unnið að fjórum kvikmyndum saman og eiga saman fyrirtækið RVX. RVX á í nógu að snúast og hefur fyrirtækið fengið mikið af fyrirspurnun eftir að Everest kom út. „Við erum á fullu með eitt og annað. Það er eitt stórt verkefni á döfinni sem er spennandi. Eftir að Everest kom út hafa menn verið að spyrjast fyrir hvernig við gerðum þetta. Annars erum við núna að bera saman og skoða næstu myndir. Svo þess á milli erum við alltaf með fullt af smærri verkefnum og erum til dæmis að vinna að þáttunum Ófærð um þessar mundir.“Hér sjáum við atriði áður en tæknibrellurnar koma við sögu með Greenscreen í bakgrunn.Það verður sérstök spurt og svarað sýning á Everest í kvöld klukkan 19.00 í Sambíóunum í Egilshöll. Baltasar Kormákur, leikstjóri myndarinnar, og Daði svara spuringum gesta úr sal að sýningu lokinni. Þá mun Tómas Guðbjartsson fjallalæknir einnig svara spurningum og jafnframt stýra umræðum. Allur ágóði af sýningunni rennur til Undanfarasveitar Landsbjargar. Helstu verkefni Daða undanfarin ár Everest - 2015Fúsi - 2015Metalhead - 2013Gravity - 20132 Guns - 2013Boardwalk Empire - 2012Djúpið - 2012Contraband - 2012Hér er sama atriði með tæknibrellu í bakgrunn.
Mest lesið Diane Keaton er látin Lífið Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Fleiri fréttir Diane Keaton er látin Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Sjá meira