Tónlist

Sjáðu Reykjavíkurdætur fara á kostum á Airwaves

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur flutningur
Flottur flutningur vísir
Reykjavíkurdætur gerðu allt vitlaust þegar þær komu fram á Iceland Airwaves á NASA í gærkvöldi.

Þær voru allar saman á sviðinu þegar sveitin tók lagið Ógeðsleg. Airwaves fer fram þessa dagana og má búast við um 5.500 erlendum ferðamönnum á hátíðina sem hefur varið vel af stað.

Kylfan var meðal annars borin á höndum áhorfenda út í miðjan sal þar sem hún dansaði. Síðan var hún tekin á hestbak af erlendum ferðamanni sem fleygði henni aftur upp á svið.

Búningar þeirra voru sérstaklega töff, mjög þröngir sem sýndu kvenlíkamann í öllum sínum margbreytileika.

Hér að neðan má sjá upptöku frá gærkvöldinu þegar Reykjavíkurdætur fóru hreinlega á kostum.  


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.