Fangelsismál í algjöru öngstræti Una Sighvatsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 19:30 Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“ Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Nýtt fangelsi á Hólmsheiði verður afhent í byrjun næsta árs, en lítið sem ekkert fjármagn er til staðar til reksturs fangelsisins, samkvæmt því sem Páll Winkel fangelsismálastjóri segir í Fréttablaðinu í dag. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, skorar á innanríkisráðherra að leggja til aukið fé til fangelsismála í annarri umræðu fjárlaga. „Ég gladdist mjög að sjá hækkun í málaflokknum en svo kemur það í ljós við vinnslu fjárlagafrumvarpsins að þetta er aukning upp á 75 milljónir sem fara beint til borgarinnar í formi fasteignagjalda. Við sjáum bara að þetta er komið út í algjöra vitleysu,“ segir Vigdís. Hún er þó um leið gagnrýnin á byggingu fangelsisins á Hólmsheiði. „En þetta er kannski líka dæmigert um íslenska meðvirkni að byggja fangelsi fyrir langt yfir 2000 milljónir og svo þegar farið er að sjá fyrir lokin á því þá er ekkert fé til að borga starfsfólkinu til þeirrar starfsemi sem þar á að vera inni.“Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/AntonStarfsöryggi fangavarða í hættu Fangelsismálastjóri gagnrýnir í Fréttablaðinu í dag að pólitískan vilja skorti til að gera langtímaáætlun í fangelsismálum, því árangurinn sjáist ekki á einu kjörtímabili. Vigdís tekur undir með honum að umbóta sé þörf. Hún gagnrýnir forgangsröðun á fjárlögum og bendir á að auknu fé hafi verið veitt til dómsmála og rannsóknaraðila, en hafa verði í huga að afurðin af því lendi á fangelsismálastofnun og fangelsunum í landinu. „Ég er mjög velviljuð fyrir því að við setjum frekara fjármagn til reksturs fangelsana því ég tel að þetta sé komið að öryggismörkum núna, starfsöryggi fangavarða. Líka út af því að það er búið að loka tveimur fangelsum og það er að hlaðast upp mikill biðlisti til afplánunnar sem er í eðli sínu mannréttindabrot fyrir þá sem þurfa að taka út sína refsingu. Þannig að málaflokkurinn er kominn í algjört öngstræti.“
Tengdar fréttir Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00 Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 „Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Páll Winkel hefur íhugað að kæra mútur Starfsfólk Fangelsismálastofnunar er að segja upp vegna álags. Páll Winkel segir pólítískan vilja vanta til að bæta hryllilegt ástand í fangelsunum. Flestir fangar séu ágætis fólk en aðbúnaður þeirra sé til skammar. Nýting fangelsann 6. nóvember 2015 07:00
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum 1. nóvember 2015 20:00