Kröfuhafar fá yfir 30 prósent upp í kröfur Ingvar Haraldsson skrifar 7. nóvember 2015 07:00 George Soros er ekki lengur meðal kröfuhafa Glitnis. Vísir/EPA Kröfuhafar Glitnis fá 31,5 prósent greitt upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna samkvæmt áætlun slitastjórnar bankans. Endanleg upphæð veltur þó á ávöxtun eigna. Kröfuhafafundur Glitnis fer fram 20. nóvember. Þar verður kosið um uppfært stöðugleikaframlag sem felur meðal annars í sér að slitabúið afhendi ríkinu 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Samhliða verða greidd atkvæði um frumvarp að nauðasamningi. Samkvæmt því fá kröfuhafar sem eiga lægri en 3,5 milljóna króna kröfu, um 1.200 talsins, greitt að fullu. Þá fá kröfuhafar sem eiga hærri kröfu, um 1.500 talsins, einnig greiddar 3,5 milljónir króna. Því verða kröfuhöfum greiddar jafnvirði 516 milljarða króna í reiðufé í hlutfalli við kröfu sína. Upphæðin verður greidd í evrum, dollurum, breskum pundum og norskum krónum. Upphæðin samsvarar 22,9 prósentum af lýstum kröfum. Við samþykki nauðasamninga gefur Glitnir út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Engu að síður er búist við að 31,5 prósent fáist upp í þær kröfur sem eftir standa þegar búið er að greiða öllum kröfuhöfum 3,5 milljónir. Slitastjórnin tilnefnir Norðmanninn Tom Grøndahl, Danann Steen Parsholt og Bretann Mike Wheeler í stjórn nýja eignaumsýslufélagsins. Þeir voru allir meðal þeirra sem Glitnir tilkynnti árið 2012 að tækju sæti í fimm manna stjórn eignaumsýslufélagsins. Hvorki Svíinn Jan Kvarnström, sem þá átti þá að verða formaður, eða Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, eru tilnefnd í stjórnina. Soros ekki í hópnumBreytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu kröfuhafa Glitnis að undanförnu. Vogunarsjóður í eigu breska fjárfestisins George Soros er ekki lengur meðal kröfuhafa. DV hafði greint frá því að sjóðurinn Quantum Partners LP hefði keypt kröfur að verðmæti 44 milljarða króna í janúar á þessu ári af vogunarsjóðnum Burlington Loan Management og væri orðinn 10. stærsti kröfuhafi Glitnis. Þá er vogunarsjóðurinn Recovery Opportunities orðinn stærsti kröfuhafi Glitnis og á kröfur að nafnvirði 280 milljarða króna, 11,16 prósent allra krafna. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári og átti í mars kröfur að verðmæti 114 milljarða króna samkvæmt frétt DV þann 10. mars. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kröfuhafar Glitnis fá 31,5 prósent greitt upp í kröfur umfram 3,5 milljónir króna samkvæmt áætlun slitastjórnar bankans. Endanleg upphæð veltur þó á ávöxtun eigna. Kröfuhafafundur Glitnis fer fram 20. nóvember. Þar verður kosið um uppfært stöðugleikaframlag sem felur meðal annars í sér að slitabúið afhendi ríkinu 95 prósenta hlut sinn í Íslandsbanka. Samhliða verða greidd atkvæði um frumvarp að nauðasamningi. Samkvæmt því fá kröfuhafar sem eiga lægri en 3,5 milljóna króna kröfu, um 1.200 talsins, greitt að fullu. Þá fá kröfuhafar sem eiga hærri kröfu, um 1.500 talsins, einnig greiddar 3,5 milljónir króna. Því verða kröfuhöfum greiddar jafnvirði 516 milljarða króna í reiðufé í hlutfalli við kröfu sína. Upphæðin verður greidd í evrum, dollurum, breskum pundum og norskum krónum. Upphæðin samsvarar 22,9 prósentum af lýstum kröfum. Við samþykki nauðasamninga gefur Glitnir út skuldabréf, sem og hlutabréf, í nýju eignaumsýslufélagi til kröfuhafa Glitnis. Á næsta ári er svo stefnt að því að greiða 110 milljarða af skuldabréfinu og svo áfram næstu árin. Upphæðirnar ráðast af því hversu vel gengur að ávaxta eignir Glitnis sem eftir standa að loknum nauðasamningum. Engu að síður er búist við að 31,5 prósent fáist upp í þær kröfur sem eftir standa þegar búið er að greiða öllum kröfuhöfum 3,5 milljónir. Slitastjórnin tilnefnir Norðmanninn Tom Grøndahl, Danann Steen Parsholt og Bretann Mike Wheeler í stjórn nýja eignaumsýslufélagsins. Þeir voru allir meðal þeirra sem Glitnir tilkynnti árið 2012 að tækju sæti í fimm manna stjórn eignaumsýslufélagsins. Hvorki Svíinn Jan Kvarnström, sem þá átti þá að verða formaður, eða Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnarinnar, eru tilnefnd í stjórnina. Soros ekki í hópnumBreytingar hafa orðið á eignarhaldi stærstu kröfuhafa Glitnis að undanförnu. Vogunarsjóður í eigu breska fjárfestisins George Soros er ekki lengur meðal kröfuhafa. DV hafði greint frá því að sjóðurinn Quantum Partners LP hefði keypt kröfur að verðmæti 44 milljarða króna í janúar á þessu ári af vogunarsjóðnum Burlington Loan Management og væri orðinn 10. stærsti kröfuhafi Glitnis. Þá er vogunarsjóðurinn Recovery Opportunities orðinn stærsti kröfuhafi Glitnis og á kröfur að nafnvirði 280 milljarða króna, 11,16 prósent allra krafna. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári og átti í mars kröfur að verðmæti 114 milljarða króna samkvæmt frétt DV þann 10. mars.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira