Innlent

Annar grunuðu farinn úr landi?

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maðurinn birti mynd af vegabréfi og brottfararspjaldi ásamt bjór á samfélagsmiðli í morgun.
Maðurinn birti mynd af vegabréfi og brottfararspjaldi ásamt bjór á samfélagsmiðli í morgun. Vísir/Pjetur

Annar mannanna tveggja sem liggur undir grun í umfangsmiklu kynferðisbrotamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar virðist vera farinn úr landi ef marka má færslur sem hann setti inn á samfélagsmiðla í morgun. Þar birti hann mynd af brottfaraspjaldi og vegabréfi ásamt bjór en samkvæmt færslunni var hann staddur á Keflavíkurflugvelli.

Fram hefur komið að annar mannanna, sá sem birti fyrrnefnda færslu og virðist farinn af landi brott, væri nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn er starfsmaður hjá Reykjavík Marina hótelinu en hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn málsins stendur.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, sagði við Vísi í morgun að hvorki hefði þótt tilefni til að fara fram á gæsluvarðhald eða farbann yfir mönnunum tveimur

Uppfært klukkan 14:20
Samkvæmt heimildum Vísis var hinn starfsmaðurinn einnig staddur í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í morgun og bendir því flest til þess að hann sé farinn úr landi.

Uppfært klukkan 17:00
Samkvæmt heimildum Vísis eru mennirnir báðir farnir úr landi.


Tengdar fréttir

Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.