Innlent

Í lífshættu eftir eitt högg í höfuðið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur Hafþórsson.
Guðmundur Hafþórsson. Vísir

Guðmundur Hafþórsson, sundþjálfari og fyrrverandi afreksmaður í sundi, varð fyrir tilefnislausri árás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 2. janúar fyrir fjórum árum. Árásin var aðeins eitt högg í höfuðið, en þetta eina högg kostaði hann næstum lífið.

„Ég var nýkominn til landsins í jólafrí til að vera með fjölskyldunni, en á þessum tíma var ég að þjálfa sund í Kanada,“ segir Guðmundur í fjórða þætti af Neyðarlínunni sem verður sýndur á Stöð 2 á sunnudag. Sá sem réðist á hann var kærasti vinkonu Guðmundar, en þeir þekktust ekki.

„Vinkona mín var að rífast eitthvað og mér hefur verið sagt að hún hafi rokið í burtu. Ég kallaði á hana að halda hópinn." Kærasti vinkonunnar brást illa við þessu, veittist að Guðmundi og sló hann með krepptum hnefa beint framan á andlitið. Hann er talinn hafa misst meðvitund strax við höggið.

„Ég flaug beint aftur á bak, datt í götuna og höfuðkúpubrotnaði."

Meðfylgjandi er stutt brot úr þættinum sem er á dagskrá á sunnudag kl. 19.40.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×