John Oliver gerir grín að dönskum dýrahirðum Birgir Olgeirsson skrifar 20. október 2015 10:23 John Oliver lét danska dýragarðsstarfsmenn heyra það. Vísir/Youtube Samfélagsrýnirinn John Oliver er allt annað en hrifinn af uppátækjum danskra dýrahirða. Síðastliðinn fimmtudag ákváðu starfsmenn dýragarðsins í Óðinsvéum að kryfja níu mánaða gamalt ljón fyrir framan áhorfendur. Var þessi sýning sögð hafa fræðslugildi fyrir börn sem fengu að fræðast um líffærastarfsemi ljóna á meðan krufningunni stóð. „Þetta er satt. Danskur dýragarður krufði ljón fyrir framan börn,“ sagði Oliver í þætti sínum á sunnudag. Hann bætti við að þetta væri einnig eins og að segja börnunum að jólasveinninn sé sannarlega til. „En hann er dauður og svona lítur miltað hans út.“ Margir Danir hafa bent á að ekki hafi öll börn verið hrædd við þessa sýningu, heldur frekar verið forvitin og spurt spurninga. Sögðu þeir sem voru hlynntir þessu uppátæki að gagnrýnendur væru að einblína á tilfinningahlutann í stað þess að sjá fræðslugildið fyrir börnin. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem danskir dýrahirðir eru gagnrýndir fyrir slíkar sýningar. Í febrúar í fyrra varð dýragarðurinn í Kaupmannahöfn fyrir mikilli gagnrýni eftir að gíraffa var slátrað þar og kjöt af honum var kastað til ljóna fyrir framan börn.Hægt er að horfa á innslag Olivers hér fyrir neðan en þáttur hans verður sýndur í heild með íslenskum texta á Stöð 2 í kvöld. Tengdar fréttir Krufðu ljón fyrir framan börn Uppátæki starfsmanna dýragarðs í Danmörku hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni. 15. október 2015 18:39 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Samfélagsrýnirinn John Oliver er allt annað en hrifinn af uppátækjum danskra dýrahirða. Síðastliðinn fimmtudag ákváðu starfsmenn dýragarðsins í Óðinsvéum að kryfja níu mánaða gamalt ljón fyrir framan áhorfendur. Var þessi sýning sögð hafa fræðslugildi fyrir börn sem fengu að fræðast um líffærastarfsemi ljóna á meðan krufningunni stóð. „Þetta er satt. Danskur dýragarður krufði ljón fyrir framan börn,“ sagði Oliver í þætti sínum á sunnudag. Hann bætti við að þetta væri einnig eins og að segja börnunum að jólasveinninn sé sannarlega til. „En hann er dauður og svona lítur miltað hans út.“ Margir Danir hafa bent á að ekki hafi öll börn verið hrædd við þessa sýningu, heldur frekar verið forvitin og spurt spurninga. Sögðu þeir sem voru hlynntir þessu uppátæki að gagnrýnendur væru að einblína á tilfinningahlutann í stað þess að sjá fræðslugildið fyrir börnin. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem danskir dýrahirðir eru gagnrýndir fyrir slíkar sýningar. Í febrúar í fyrra varð dýragarðurinn í Kaupmannahöfn fyrir mikilli gagnrýni eftir að gíraffa var slátrað þar og kjöt af honum var kastað til ljóna fyrir framan börn.Hægt er að horfa á innslag Olivers hér fyrir neðan en þáttur hans verður sýndur í heild með íslenskum texta á Stöð 2 í kvöld.
Tengdar fréttir Krufðu ljón fyrir framan börn Uppátæki starfsmanna dýragarðs í Danmörku hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni. 15. október 2015 18:39 Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fleiri fréttir Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Sjá meira
Krufðu ljón fyrir framan börn Uppátæki starfsmanna dýragarðs í Danmörku hefur orðið fyrir mikilli gagnrýni. 15. október 2015 18:39