Kyrrsetningarmál eiganda Strawberries sent aftur í hérað Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 15:54 Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Vísir/Stefán Hæstiréttur hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um kyrrsetningu eigna sem tengjast Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, aftur heim í hérað. Viðar kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar eftir að kröfu hans um að felld yrði úr gildi kyrrsetning á eignum hans. Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefði borið að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Málið hefði ekki verið flutt að nýju og mætti ekki ráða að aðilum hefði verið gefinn kostur á því né að þeir hefðu lýst yfir þess gerðist ekki þörf og dómari væri því sammála. Var hinn kærði úrskurður því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í október árið 2013 hafi hafist rannsókn lögreglunnar vegna ætlaðrar sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanna og starfsmanna veitingastaðarins sem rekinn var undir heitinu Strawberries í Reykjavíkur. Við nánari skoðun vaknaði einnig grunur um stórfelld skattalagabrot og einnig grunur um brot gegn lögum um peningaþvætti. Gögn málsins þóttu benda til gríðarlegs ávinnings af ætluðum brotum og af þeim sökum var farið fram á kyrrsetningu á eignum Viðars Más. Fyrr í ár hafði Hæstiréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um kyrrsetningu á eignum Viðars Más vegna rannsóknar lögreglu í sama máli. Vísir sagði frá því þá að Viðari Má yrði ekki birt ákæra fyrir vændi, mansal eða fyrir að hafa haft milligöngu um vændi. Ríkissaksóknari taldi rannsóknargögn málsins ekki nægileg eða líkleg til sakfellingar og var málið því fellt niður. Tengdar fréttir Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um kyrrsetningu eigna sem tengjast Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, aftur heim í hérað. Viðar kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar eftir að kröfu hans um að felld yrði úr gildi kyrrsetning á eignum hans. Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefði borið að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Málið hefði ekki verið flutt að nýju og mætti ekki ráða að aðilum hefði verið gefinn kostur á því né að þeir hefðu lýst yfir þess gerðist ekki þörf og dómari væri því sammála. Var hinn kærði úrskurður því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í október árið 2013 hafi hafist rannsókn lögreglunnar vegna ætlaðrar sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanna og starfsmanna veitingastaðarins sem rekinn var undir heitinu Strawberries í Reykjavíkur. Við nánari skoðun vaknaði einnig grunur um stórfelld skattalagabrot og einnig grunur um brot gegn lögum um peningaþvætti. Gögn málsins þóttu benda til gríðarlegs ávinnings af ætluðum brotum og af þeim sökum var farið fram á kyrrsetningu á eignum Viðars Más. Fyrr í ár hafði Hæstiréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um kyrrsetningu á eignum Viðars Más vegna rannsóknar lögreglu í sama máli. Vísir sagði frá því þá að Viðari Má yrði ekki birt ákæra fyrir vændi, mansal eða fyrir að hafa haft milligöngu um vændi. Ríkissaksóknari taldi rannsóknargögn málsins ekki nægileg eða líkleg til sakfellingar og var málið því fellt niður.
Tengdar fréttir Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30
Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30