Kyrrsetningarmál eiganda Strawberries sent aftur í hérað Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2015 15:54 Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Vísir/Stefán Hæstiréttur hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um kyrrsetningu eigna sem tengjast Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, aftur heim í hérað. Viðar kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar eftir að kröfu hans um að felld yrði úr gildi kyrrsetning á eignum hans. Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefði borið að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Málið hefði ekki verið flutt að nýju og mætti ekki ráða að aðilum hefði verið gefinn kostur á því né að þeir hefðu lýst yfir þess gerðist ekki þörf og dómari væri því sammála. Var hinn kærði úrskurður því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í október árið 2013 hafi hafist rannsókn lögreglunnar vegna ætlaðrar sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanna og starfsmanna veitingastaðarins sem rekinn var undir heitinu Strawberries í Reykjavíkur. Við nánari skoðun vaknaði einnig grunur um stórfelld skattalagabrot og einnig grunur um brot gegn lögum um peningaþvætti. Gögn málsins þóttu benda til gríðarlegs ávinnings af ætluðum brotum og af þeim sökum var farið fram á kyrrsetningu á eignum Viðars Más. Fyrr í ár hafði Hæstiréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um kyrrsetningu á eignum Viðars Más vegna rannsóknar lögreglu í sama máli. Vísir sagði frá því þá að Viðari Má yrði ekki birt ákæra fyrir vændi, mansal eða fyrir að hafa haft milligöngu um vændi. Ríkissaksóknari taldi rannsóknargögn málsins ekki nægileg eða líkleg til sakfellingar og var málið því fellt niður. Tengdar fréttir Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Hæstiréttur hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um kyrrsetningu eigna sem tengjast Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda kampavínsstaðarins Strawberries, aftur heim í hérað. Viðar kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar eftir að kröfu hans um að felld yrði úr gildi kyrrsetning á eignum hans. Í dómi Hæstaréttar kom fram að liðið hefðu meira en fjórar vikur frá því málið var tekið til úrskurðar og þar til hann var kveðinn upp. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála hefði borið að flytja málið á ný, nema dómari og aðilar málsins teldu það óþarft. Málið hefði ekki verið flutt að nýju og mætti ekki ráða að aðilum hefði verið gefinn kostur á því né að þeir hefðu lýst yfir þess gerðist ekki þörf og dómari væri því sammála. Var hinn kærði úrskurður því ómerktur og málinu vísað heim í hérað til munnlegs málflutnings og uppkvaðningar úrskurðar að nýju. Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í október árið 2013 hafi hafist rannsókn lögreglunnar vegna ætlaðrar sölu og milligöngu vændis af hálfu forsvarsmanna og starfsmanna veitingastaðarins sem rekinn var undir heitinu Strawberries í Reykjavíkur. Við nánari skoðun vaknaði einnig grunur um stórfelld skattalagabrot og einnig grunur um brot gegn lögum um peningaþvætti. Gögn málsins þóttu benda til gríðarlegs ávinnings af ætluðum brotum og af þeim sökum var farið fram á kyrrsetningu á eignum Viðars Más. Fyrr í ár hafði Hæstiréttur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um kyrrsetningu á eignum Viðars Más vegna rannsóknar lögreglu í sama máli. Vísir sagði frá því þá að Viðari Má yrði ekki birt ákæra fyrir vændi, mansal eða fyrir að hafa haft milligöngu um vændi. Ríkissaksóknari taldi rannsóknargögn málsins ekki nægileg eða líkleg til sakfellingar og var málið því fellt niður.
Tengdar fréttir Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30 Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Eigandi Strawberries verður ekki ákærður fyrir vændi Ríkissaksóknari fellir niður málið eftir langa og umfangsmikla rannsókn lögreglu. 23. júní 2015 21:30
Meintur vændisstaður: Ökutæki metin á tugi milljóna á meðal þess sem eigandi Strawberries fær ekki að nálgast Ætluð brot eigandans lúta meðal annars að vændisstarfsemi og skattalagabrotum. Ekki fallist á að rannsókn lögreglu hefði dregist of lengi. 22. júní 2015 22:30