Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:30 Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir." Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir."
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00