Gæti reist 1000 "snjallíbúðir" á 12 mánuðum Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2015 19:30 Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir." Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur markað sér þá stefnu í húsnæðismálum að lækka byggingakostnað og í gær var sett af stað átaksverkefni um að skoða leiðir til þess vegna neyðarástands á húsnæðismarkaði. Ein aðferð til að lækka byggingarkostnað er að útbúa fjöldaframleidd einingahús og slíkar lausnir eru til. Fréttastofa skoðaði í dag svo kallaða snjallíbúð, 30 fermetra stálgrindareiningu með svefnherbergi og baðherbergi auk opnu rými með eldhúsi og stofu. Einingarnar eru íslensk hönnun byggð á sænskri yfirmynd og það er fyrirtækið ecoAtlas sem framleiðir. „Þetta eru einingar sem taka um það bil tvo mánuði í framleiðslu. Síðan þarf að senda þær til Íslands og setja þær upp og það tekur mjög, mjög skamman tíma," segir Óskar Jónsson hjá ecoAtlas. Einingarnar eru framleiddar í Kína og koma til landsins fullbúnar svo aðeins á eftir að klæða þær að utan. Óskar segir raunhæft að byggja þúsund slíkar íbúðir á innan við 12 mánuðum. „Í raun og veru getum við komið með svona einingar, bæði svona smáar en líka á 3-4 hæðum, fyrir stúdenta og unga kaupendur, eftir bara 6-8 mánuði. Þetta gæti verið hér næsta sumar." Þessi lausn er ekkert einsdæmi því IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska fjöldaframleiða timbureiningahús sem sett hafa verið upp víða á Norðurlöndunum og í Þýskalandi, eins og Stöð2 sagði frá í vikunni. IKEA hyggst í samvinnu við sænska sendiráðið bjóða fulltrúum íslenska ríkisvaldsins, sveitastjórna o.fl. hagsmunaðila til fundar með sænskum sérfræðingum í nóvember, til að velta upp byggingalausnum af þessu tagi. Þórarinn sagðist í samtali við fréttastofu í dag ekki vita betur en að IKEA húsin stæðust íslenskar kröfur, þótt þau hafi ekki verið formlega samþykkt enda ekki ljóst hvort til þess komi að þau verði reist hér. Breytingar á byggingarreglugerð eru þó meðal þess sem stjórnvöld hafa nú til skoðunar til að lækka byggingarkostnað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sagðist í samtali við fréttastofu telja að rétt að skoða byggingarreglugerðina með skynsemina að vopni. „Við eigum að tryggja öryggi fólks, passa að það séu brunaútgangar, en við eigum ekki að fara að skipta okkur af því hvernig fólk raðar til í eldhúsinu eða skipar sínum herbergjum umfram það sem öryggiskröfur gera ráð fyrir."
Tengdar fréttir IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00 Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Sjá meira
IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum IKEA og Skanska hafa í tuttugu ár byggt blokkir, parhús og raðhús sem eru um helmingi ódýrari en hefðbundin hús. Hagkvæmni í að byggja alltaf eins hús. 20. október 2015 19:00