IKEA kynnir ódýr einingahús fyrir Íslendingum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2015 19:00 IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson. Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Sjá meira
IKEA og sænska sendiráðið ætla að kynna íslenskum hagsmunaaðilum leið til að lækka húsbyggingarkostnað um allt að helming. En undanfarin tuttugu ár hafa IKEA og sænska verktakafyrirtækið Skanska byggt ódýr hús og íbúðir á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Stærsta fjárfesting hverrar kynslóðar er að koma sér upp sinni fyrstu íbúð. En eins og ástandið hefur verið á Íslandi mörg undanfarin ár og misseri hefur það nánast verið óvinnandi vegur fyrir ungu kynslóðina og fleiri. IKEA hefur dottið niður á lausn, einingahús, ekki ósvipað því og sem fólk kannast við þegar það setur saman húsgögn frá fyrirtækinu sjálft. „Svona í grunninn er þetta ekki mjög ósvipað. Reyndar setur fólk ekki saman sjálft en þetta eru semsagt fjöldaframleiddar einingar. Og með svipuðum hætti og hjá IKEA ná menn fram hagstæðara verði með því að fjöldaframleiða vöruna,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Í Svíþjóð hafa þessi hús reynst vera helmingi ódýrari en hefðbundin hús og þar getur fólk fengið nýja 55 fermetra tveggja herbergja blokkaríbúð sem þessa á 13,4 milljónir og fjögurra herbergja 85 fermetra íbúð á 23 milljónir króna.Hugmyndin heitir Bo Klok, eða Byggja klókt og er samvinnuverkefni IKEA og Skanska sem er stærsta verktakafyrirtæki í Svíþjóð. Þúsundir íbúða sem þessar hafa verið byggðar á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.Sama húsið byggt aftur og aftur „Þannig að sama húsið er byggt aftur og aftur. Heilu hverfin. Þannig næst gríðarlegur sparnaður. Ekki bara í arkitektakostnaði, heldur líka í framleiðslukostnaði. Það er hugað sérstaklega að nýtingu á plássinu þannig að menn eru að ná feikilega miklu út úr fáum fermetrum. Þannig að þú ert að ná öllu sem þú þarft út úr miklu færri fermetrum en menn eiga oft að venjast,“ segir Þórarinn.Sjá einnig: Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni Sænska sendiráðið og IKEA boða til ráðstefnu um máið hinn 4. nóvember þar sem fulltrúum ríkisvaldsins, sveitarstjórna, verkalýðshreyfingar, vertaka, arkitekta og allra sem eiga hagsmuna að gæta er boðið að koma og hitta sænska sérfræðinga á ýmsum sviðum sem tengjast þessum byggingarmöguleika. Sendiráðið sér um að taka á móti skráningum. Einingahúsin eru timburhús á steyptum grunni en ekki hefur verið byggt mikið af slíkum húsum í þéttbýli á Íslandi síðustu áratugi. Þórarinn minnir hins vegar á að töluvert sé byggt af timburhúsum í sumarhúsabyggðum og þau kölluð heilsárshús.Þetta eru ekkert verri hús en önnur hús? „Nei. Það er mikið kaldara í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en nokkru sinni á Íslandi. Og ef maður horfir á Grænland þá eru meira og minna öll hús þar úr tré. Þannig að ég held að þetta standist allt,“ segir Þórarinn.Og þið eruð kannski að hugsa sérstaklega til unga fólksins sem í dag á mjög erfitt með að koma sér upp húsnæði? „Það passar. Við erum að hugsa um unga fólkið. Því þetta er lang stærsta málið sem hvílir á þjóðinni í dag; hvernig getur ungt fólk komið sér þaki yfir höfuðið án þess að koma sér í margra áratuga skuldklafa,“ segir Þórarinn Ævarsson.
Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Sjá meira