Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 20:13 Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. Vísir/Youtube Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli. Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli.
Mest lesið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira