Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2015 20:13 Þessi litli sími hefur verið uppspretta fjölda vangavelta. Vísir/Youtube Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Myndbandið við nýjasta lag bresku tónlistarkonunnar Adele, Hello, hefur fengið tæp 56 milljónir áhorfa á myndbandavefnum YouTube á aðeins þremur dögum. Í upphafi myndbandsins má sjá Adele gera heiðarlega tilraun til að eiga símtal við ónafngreinda manneskju en fjölda margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum tónlistarkonan notast við gamlan samlokusíma í myndbandinu í stað snjallsíma. Leikstjóri myndbandsins, XavieDolan, virðast hafa fengið fjölda fyrirspurna um þessa listrænu ákvörðun en hann sagði ástæðuna fyrir samlokusímanum vera þá að honum líði eins og hann sé að horfa á auglýsingu ef hann sér snjallsíma í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum.Iphones in movies make me uncomfortable. Like I'm shooting a commercial. Now get it over it. #flipflopfreakout pic.twitter.com/3vZgbJ7qwD— Xavier Dolan (@XDolan) October 23, 2015 Hann útskýrði þessa afstöðu frekar í viðtali við tímaritið People á laugardag. „Þetta er ekki það mikið mál í mínum augum. Mér finnst óþægilegt að notast við iPhone í tökum því mér líður eins og ég sé að taka upp auglýsingu. Allir þessir hlutir, Iphone-ar, fartölvur, eyðileggja fyrir mér upplifunina og toga mig inn í raunveruleikann. Ég er ekki að leita eftir því. Þú vilt komast burt frá raunveruleikanum, þú vilt fá innsýn í veruleika annarra, þú vilt ferðast eitthvert, þú vilt upplifa einhverja sögu. Ég er reyndar að átta mig á því að kannski truflaði ég upplifunina meira en nokkur annar með því að nota þennan samlokusíma, en það var ekki viljandi.“ Aðrir hafa haldið því fram að tilvist samlokusímans í myndbandinu eigi að tákna að atburðirnir í því eigi sér stað um miðbik síðasta áratugar, en leikstjórinn er eins og glöggt hefur komið fram á öðru máli.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira