Veraldlegar útfarir í uppnámi vegna viðgerða í Fossvogskirkju Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. október 2015 07:00 Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir lokun Fossvogskirkju vegna viðgerða bitna á félögum Siðmenntar sem eiga þá í fá hús að venda með útfarir. vísir/stefán „Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Þetta þýðir að þeir aðstandendur sem leita til okkar vegna útfara eiga á hættu að geta ekki nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“ segir Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar. Fossvogskirkju var lokað þann 5. október síðastliðinn og verður hún lokuð út nóvember. Ástæða þess er að orgel kirkjunnar hefur verið tekið til gagngerra lagfæringa. Fossvogskirkja hefur hingað til verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem leyfilegt er að nota undir athafnir annarra trú- og lífsskoðanafélaga. Þetta þýðir að önnur félög en þjóðkirkjan hafa í engin hús að venda með útfarir fyrr en í lok nóvember. Bjarni segir þetta þegar bitna á útförum á vegum Siðmenntar. „Það er ein útför í næstu viku sem er enn ekki búið að fá niðurstöðu um hvar verður,“ segir hann. Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir á bak við útfarir jafnvel þótt þær séu veraldlegar og aðstandendur vilji gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur í sínum nærsamfélögum. Siðmennt sendi alþingismönnum bréf í haust þar sem farið var fram á að útvegað yrði húsnæði sem væri óháð trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoðanafélög geti stundað sínar athafnir á hlutlausum vettvangi. „Við sendum innanríkisráðherra bréf þegar við fréttum af þessari lokun þar sem við óskuðum eftir því að fá niðurstöðu í það mál því það er ekki hægt að búa áfram við svona ástand,“ segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki fengið nein viðbrögð við erindi sínu. Bjarni segir það aðkallandi að hægt verði að bjóða upp á hlutlaust rými því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi aukist mikið á milli ára. „Giftingar 2014 voru 56 og eru komin yfir 112 það sem af er ári. Sem sagt hundrað prósent aukning,“ útskýrir hann. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siðmennt hefur verið úthýst. Árið 2012 var félaginu meinað að halda utan um útför í Neskirkju. „Það kom mjög flatt upp á aðstandendur af því að þeir voru bara að leita að húsnæði. En þeim var úthýst þarna vegna þess að við vorum fengin til að sjá um athöfnina.“ Í samþykktum kirkjuþings kemur fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar megi ekki nota undir aðrar athafnir en á vegum kristinna safnaða. „Það stendur í þessum samþykktum að það megi ekki fara fram veraldlegar athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira