Hafnaði kröfu lögreglustjóra um að verjendur í fíkniefnamáli víki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2015 14:01 Efnin fundust í bíl sem kom hingað til lands til Norrænu. vísir Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu. Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir verjendur í umfangsmiklu fíknefnasmygli víki. Lögreglustjórinn hefur þegar kært niðurstöðuna varðandi aðra kröfuna til Hæstaréttar en ekki liggur fyrir hvort að hinn úrskurðurinn verði kærður. Embættið hefur þrjá sólarhringa til að leggja fram kæru. Krafan var sett fram þar sem lögreglustjórinn taldi báða verjendurnar hafa brotið gegn fjölmiðlabanni sem skjólstæðingum þeirra var gert að sæta á meðan þeir sitja í gæsluvarðhaldi. Annar verjendanna átti að hafa brotið gegn banninu með því að tjá sig í fjölmiðlum um afstöðu kærða til sakarefnisins. Haft var eftir honum í frétt Fréttablaðsins í síðustu viku að skjólstæðingur hans lýsti yfir sakleysi sínu. Lögreglan telur að með því hafi hann brotið gegn lögum um meðferð sakamála þar sem skjólstæðingur hans er í fjölmiðlabanni. Ástæða kröfunnar gegn hinum verjandanum var grunur um að hann hafi borið fjölmiðlaumfjallanir undir kærða í málinu. Það á hann að hafa gert með því að hafa haft útprentanir af fréttum af málinu með sér við fyrirtöku gæsluvarðhaldskröfu gegn skjólstæðingi sínum sem hann gæti hafa séð. Lögmaðurinn kvaðst hafa haft þær með sér til stuðnings kröfu kærða um að gæsluvarðhaldskröfunni skyldi hafnað. Meðal annars byggðist gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar á því að sá grunaði gæti haft samband við meinta samverkamenn. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, tveir Íslendingar og einn Hollendingur. Eru þeir grunaðir um að hafa tugum kílóa af sterkum efnum hingað til lands með Norrænu.
Tengdar fréttir Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00 Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00 Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00 Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Áframhaldandi gæsluvarðhald í umfangsmiklu fíkniefnamáli Hæstiréttur staðfesti á mánudaginn áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur Íslendingum og einum Hollendingi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli. 8. október 2015 06:00
Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. 6. október 2015 07:00
Vilja að verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst þess að tveir verjendur í umfangsmiklu fíkniefnamáli víki og að skipaðir verði nýir verjendur. Krafan var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 10. október 2015 09:00
Fundu tugi kílóa af sterkum efnum í bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bifreið síðastliðinn mánudag. Bifreiðin kom hingað til lands með Norrænu 22. september síðastliðinn. 5. október 2015 07:00