Gjöreyðingarlyfi beitt gegn lúpínu á Dalvík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. október 2015 07:00 "Innan girðingar var jafn mikil lúpína einsog utan hennar en með því að beita snemmsumars þegar hún er í vexti þá er hægt að halda henni niðri og sauðfé virðist sólgið í nýgræðinginn,“ lýsir Valur Þór Hilmarsson meðfylgjandi mynd. Mynd/Valur Þór „Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira
„Menn eru mjög jákvæðir gagnvart því að fara í þessa eyðingu,“ segir Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri Dalvíkurbyggðar, þar sem hefta á útbreiðslu lúpínu, kerfils og njóla með illgresiseyðum í samstarfi við landeigendur. Í mars í fyrra samþykkti byggðaráð Dalvíkurbyggðar að fela Vali umhverfisstjóra að gera aðgerðaráætlun um að stemma stigu við útbreiðslu fyrrgreindra plantna. „Gerðar hafa verið tilraunir með að slá og eitra með gjöreyðingarlyfinu Roundup/Clinic. Reynt hefur verið að slá lúpínu og kerfil til að halda útbreiðslu þeirra í skefjum, sláttur kemur ekki í veg fyrir að plönturnar lifi af en það takmarkar útbreiðslu þeirra. Að fenginni reynslu verður eitrað fyrir lúpínu, eins verður gert við kerfil og njóla,“ segir í áætlun umhverfisstjórans sem samþykkt var á fundi byggðaráðsins síðastliðinn fimmtudag. Nota á Roundup á lúpínu og kerfil en efnin Hebamix eða Harmoni á njóla. „Reikna má með að verkefnið taki um fimm ár og eftir það verði sveitarfélagið kortlagt að nýju og gerð aðgerðaráætlun í kjölfarið,“ segir í áætlun Vals. Verkefnið á að vinna í samvinnu sveitarfélagsins og landeigenda. „Mjög mikilvægt er að allir taki þátt í þessu átaksverkefni, einungis þannig náum við árangri!“ undirstrikar umhverfisstjórinn í áætluninni. „Sveitarfélagið leggur til eitur en ætlast er til þess að landeigendur beri ábyrgð á sínu landi. Landeigendur geti fengið starfsfólk frá sveitarfélaginu til aðstoðar í samráði við umhverfisstjóra.“ Hrinda á verkefninu í framkvæmd á næsta ári með því að kortleggja svæði, halda íbúafund síðla vetrar og fara síðan í aðgerðir. Nánar um framvinduna á næsta ári segir að við Dalvík eigi að vinna á lúpínu í friðlandi, með vegi við Karlsá, við Skáldalæk og í Böggvisfjalli. Þessar aðgerðir hefjist þegar lúpína er í örustum vexti fyrir miðjan júní. Á Árskógssandi verður eitrað í Brúarhvammsreit, frá þjóðvegi og inni í reitnum. Varðandi njóla verður eitrað frá Hrafnstöðum í norður að bæjarmörkum og norðan við Dalvík meðfram vegi og á túnum. Frá Skáldalæk verður eitrað að þjóðvegi og í friðlandi. Unnið verður á njóla allt í kringum Hauganes og á kerfli meðfram þjóðvegi norðan Dalvíkur að Hóli. Síðan verður farið yfir sömu svæði á árinu 2017 og nýjum reitum bætt við allt fram til ársins 2020 þegar árangurinn verður metinn og ný aðgerðaráætlun unnin. Þótt lögð sé áhersla á notkun eiturefna í áætluninni segir Valur að jafnframt verði notast við slátt og sauðfé beitt til að halda lúpínu í skefjum. „Ég hef alls ekki á móti lúpínunni en við viljum halda ákveðinni ásýnd, eins og til dæmis í Böggvisfjalli þar sem er mikill lynggróður og berjaland sem hún er farin að sækja inn á,“ segir umhverfisstjórinn og ítrekar að eiturefnum verði ekki beitt þar sem hætt sé á að þau berist í grunnvatn. „Við kannski eyðum lúpínunni aldrei en það er aðalmálið að halda henni í skefjum og nota hana þá á réttum stöðum – hún er ekki alslæm,“ segir Valur Þór Hilmarsson.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Sjá meira