Innlent

Lögreglumenn fjölmenna fyrir utan Karphúsið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Einnig er nokkur fjöldi félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Fundurinn í dag er sá síðasti fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir.
Einnig er nokkur fjöldi félagsmanna SFR og Sjúkraliðafélags Íslands. Fundurinn í dag er sá síðasti fyrir boðaðar verkfallsaðgerðir. vísir/gva
Mikill fjöldi lögreglumanna er samankominn fyrir utan húsnæði ríkissáttasemjara, þar sem fundur samninganefnda SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna við ríkið fer fram. Náist ekki samningar á fundinum í dag leggja félagsmenn SFR og Sjúkraliðafélags Íslands niður störf eftir miðnætti.

Talsmenn félaganna segjast svartsýnir á að nokkur árangur náist og segja allt stefna í að verkfall skelli á í kvöld. Krafa þessara hópa er að samið verði við þá um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um við aðra hópa upp á síðkastið og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins.

Í ályktun frá stjórn SFR, sem félagið sendi frá sér í morgun, segir að félagið lýsi verulegum áhyggjum af því ófremdarástandi sem nú ríki vegna aðgerðarleysis stjórnvalda. „Verkfall þúsunda ríkisstarfsmanna skellur á næstkomandi fimmtudag. Við skorum á stjórnvöld að skera á hnútinn og semja við okkur um sambærilegar launahækkanir og ríkið hefur samið um í síðustu samningum og gerðardómur dæmdi öðrum starfsmönnum ríkisins,“ segir í ályktuninni.

Deiluaðilar settust við samningaborðið rétt fyrir klukkan hálf ellefu.vísir/gva

Tengdar fréttir

Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu

„Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“

Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×