Uppnám á vinnumarkaði ef allir elta gerðardóm Höskuldur Kári Schram skrifar 13. október 2015 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vísir/valli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur. Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir uppnám blasa við á vinnumarkaði ef öll verkalýðsfélög á landinu ætla að elta niðurstöðu gerðardóms. Hann vonast til þess að hægt verði að kalla SALEK hópinn saman á ný og fresta boðuðum verkfallsaðgerðum. Boðað hefur verið til samningafundar í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna við ríkið á morgun en boðaðar verkfallsaðgerðir eiga að hefjast eftir rúman sólahring. Verkfallið nær til nærri fimm þúsund opinberra starfsmanna og mun hafa veruleg áhrif á fjölmargar stofnanir. Staðan var meðal annars rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en félögin hafa miðað sínar kröfur við niðurstöðu gerðardóms frá því í sumar. Forsætisráðherra segist hafa mikinn skilning á stöðu og kröfu þessara félaganna. „Á sama tíma er gríðarlega mikilvægt að það verði ekki samið með þeim hætti að það setji allt í uppnám. Því að gerðardómur tók til 3 prósenta fólks á vinnumarkaði og við megum ekki missa hin 97 prósentin inn í algjört uppnám núna þegar það er tækifæri til að bæta kjör allra verulega. Það þarf líka að hafa í huga að þessar mikilvægu undirstöðustéttir dragist ekki aftur úr öðrum,“ segir Sigmundur Davíð. Sigmundur vill að SALEK hópurinn svokallaði verði kallaður saman á ný. Hópurinn, sem var skipaður aðilum vinnumarkaðarins, hafði það markmið að ná fram stöðugleika í launaþróun. Viðræður sigldu í strand í byrjun þessa mánaðar en Sigmundur segir að ríkisstjórnin sé tilbúin til að beita sér fyrir því að viðræður geti hafist á ný. „Það væri æskilegt ef hægt væri að ná saman um frestun [verkfallsaðgerða] á meðan SALEK hópurinn tekur aftur upp þráðinn. Án þess að maður sé að fara fram á einhverja eftirgjöf á kröfum. Þessi vinna hafði skilað árangri og ég held að það væri þess virði að reyna það aftur,“ segir Sigmundur.
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira