Eðlilegt að hafa tvöfaldan refsiramma Snærós Sindradóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Mirjam Foekje van Twuijver, hollenskt burðardýr. Mynd/Stöð 2 „Ef menn ætla eitthvað að fara að breyta þessu þá er bara að horfa til dönsku framkvæmdarinnar. Ef það koma upp risastór smygl eða tilbúningur á fíkniefnum er mjög eðlilegt að vera með rúm refsimörk. Rúm refsimörk eiga einmitt að auka svigrúm dómara við ákvörðun refsingar,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og kennari í refsirétti við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær kom fram vilji þingmanna til að skoða breytingar á refsiramma í fíkniefnamálum. Ellefu ára dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir að vera of þungur. Mirjam kom hingað til lands með sautján ára dóttur sinni og rúm nítján kíló af fíkniefnum.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsiréttiMynd/AðsendRefsirammi fíkniefnabrota á Íslandi er tólf ár. Í blaði gærdagsins spurði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvaða refsingu þeir sem fremdu alvarlegri brot en Mirjam, sem er burðardýr, fengju ef þetta fordæmi væri komið. Samkvæmt Jóni Þór gildir sú regla í dönskum og norskum lögum að refsiramminn er ólíkur fyrir ólík brot. Þannig getur refsirammi fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. „Refsimörk íslensku fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt of mild. Í því ljósi er ég búinn að benda á það lengi að í dönskum lögum eru þeir með sérstaka flokkun þar sem í sérstaklega alvarlegum málum má nota refsimörkin 16 ár. Almenna refsingin er lægri,“ segir Jón Þór. Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
„Ef menn ætla eitthvað að fara að breyta þessu þá er bara að horfa til dönsku framkvæmdarinnar. Ef það koma upp risastór smygl eða tilbúningur á fíkniefnum er mjög eðlilegt að vera með rúm refsimörk. Rúm refsimörk eiga einmitt að auka svigrúm dómara við ákvörðun refsingar,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og kennari í refsirétti við Háskóla Íslands. Í Fréttablaðinu í gær kom fram vilji þingmanna til að skoða breytingar á refsiramma í fíkniefnamálum. Ellefu ára dómur yfir Mirjam Foekje van Twuijver hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga fyrir að vera of þungur. Mirjam kom hingað til lands með sautján ára dóttur sinni og rúm nítján kíló af fíkniefnum.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsiréttiMynd/AðsendRefsirammi fíkniefnabrota á Íslandi er tólf ár. Í blaði gærdagsins spurði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvaða refsingu þeir sem fremdu alvarlegri brot en Mirjam, sem er burðardýr, fengju ef þetta fordæmi væri komið. Samkvæmt Jóni Þór gildir sú regla í dönskum og norskum lögum að refsiramminn er ólíkur fyrir ólík brot. Þannig getur refsirammi fyrir vörslu neysluskammta eða fyrir að vera burðardýr verið annar en fyrir að standa fyrir stórtækum innflutningi eða framleiðslu á miklu magni harðra fíkniefna. „Refsimörk íslensku fíkniefnalaganna, tólf ár, eru allt of mild. Í því ljósi er ég búinn að benda á það lengi að í dönskum lögum eru þeir með sérstaka flokkun þar sem í sérstaklega alvarlegum málum má nota refsimörkin 16 ár. Almenna refsingin er lægri,“ segir Jón Þór.
Leki og spilling í lögreglu Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira