Vill að ráðherra upplýsi um af hverju heimsókn á háhitasvæði í Kína hafi verið hluti af vinnuferð Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. október 2015 12:23 Illugi við heimli sitt á Ránargötu í Reykjavík. Vísir/Anton Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012. Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, vill að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, upplýsi um hver hafði frumkvæðið að vinnuferð til Kína í mars á síðasta ári og hvers vegna heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hafi verið á dagskrá ferðarinnar. Ferðin sem Svandís spyr út í er sú sem fulltrúar Orku Energy, fyrrverandi vinnuveitanda Illuga, fóru með í. Margar spurningar hafa vaknað um ferðina eftir að upplýst var um að stjórnarformaður Orku Energy, Haukur Harðarson, bjargaði Illuga og eiginkonu hans úr fjárhagserfiðleikum með að kaupa af þeim íbúð þeirra við Ránargötu, fyrir 53,5 milljónir króna, árið 2013. Illugi var einnig starfsmaður félagsins á þeim tíma sem hann tók sér launalaust leyfi frá þingstörfum í kjölfar birtingu rannsóknarskýrslu alþingis um fall bankanna haustið 2008, en Illugi var í stjórn Sjóðs 9, sem fjallað var um í skýrslunni. Spurningarnar sem Svandís hefur lagt fyrir ráðherrann eru eftirfarandi:Hver hafði frumkvæði að því að ráðherra færi í vinnuferð til Kína 20. mars 2014?Hvert var hlutverk utanríkisráðuneytisins við skipulagningu og framkvæmd ferðarinnar?Hefur ráðherra mennta-, menningar- og vísindamála áður farið sambærilega ferð til Kína eða annarra ríkja?Hvenær var eftirtöldum aðilum boðið að taka þátt í dagskrá ráðherra í ferðinni: rektor Háskóla Íslands, rektor Háskólans á Akureyri, rektor Listaháskóla Íslands, rektor Háskólans í Reykjavík, forstöðumanni Rannís, fulltrúum Marels og fulltrúum Orku Energy, og hvenær lá þátttaka þeirra fyrir?Hvers vegna var heimsókn á jarðhitasvæði í nágrenni Peking hluti af dagskrá ráðherra, hver hafði frumkvæði að þeirri heimsókn og hverjir fylgdu honum þangað?Hvert var efni fundar ráðherra með borgarstjóra Peking og hverjir sátu þann fund með ráðherra?Hvenær voru einstakir liðir í dagskrá ráðherra í vinnuferð hans til Kína ákveðnir? Óskað er eftir dagsetningum á óskum um fundi, heimsóknir eða aðra viðburði sem voru á dagskránni og jafnframt dagsetningum á staðfestingum á þátttöku ráðherrans í umræddum viðburðum. Bætast þessar spurningar við þær spurningar sem þegar hefur verið beint til Illuga vegna málsins; til dæmis spurningar Stundarinnar um greiðslur til félagsins OG Capital, sem var í eigu ráðherra til ársins 2013, þegar hann seldi það, með áðurnefndri fasteign, til stjórnarformanns Orku og fyrirspurnir Birgittu Jónsdóttur og Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur um tengsl ráðherra við Orku Energy. Þá liggja fyrir ráðherranum spurningar frá Vísi um greiðslur til OG Capital árið 2012.
Alþingi Illugi og Orka Energy Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent