Segist aldrei hafa gefið grænt ljós á 250 þúsund króna bakvaktagreiðslur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. október 2015 14:48 Eyþór Arnalds er fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, nú fagráðs Brunavarna Árnessýslu. Hann hætti um áramótin 2012 til 2013 eða á sama tíma og rekstrarformi og nafni var breytt. Vísir/GVA Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið. Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður stjórnar Brunavarna Árnessýslu, þvertekur fyrir að hafa gefið grænt ljós á að Kristján Einarsson slökkviliðsstjóri og varaslökkviliðstjóri, hægri hönd Kristjáns, fengi greiddar 250 þúsund krónur á mánuði sem bakvaktagreiðslur. Kristjáni var sagt upp störfum eftir 22 ár í starfi í gær. Eyþór hætti sem formaður stjórnar í árslok 2012 en um það leyti var rekstrarforminu breytt og ný stjórn mynduð sem nú heitir Fagráð Brunavarna Árnessýslu.„Þetta kemur mjög á óvart,“ segir Eyþór um frásögn Kristjáns í fyrri frétt Vísis í dag. Þar fullyrti Kristján að Eyþór hefði gefið grænt ljós á bakvaktagreiðslur á meðan hann gegndi formennsku. „Allar launagreiðslur voru ræddar og samþykktar í stjórn enda er um sameiginlega ákvörðun að ræða. Það er enginn einn sem tekur slíkur ákvarðanir,“ segir Eyþór.Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðs Brunavarna Árnessýslu.Ekkert rætt umfram það sem samþykkt var í stjórn Ari Björn Thorarensen, formaður fagráðsins, sagði við Vísi fyrr í dag að upp hefði komist um ósamþykktu bakvaktagreiðslurnar í vor. Greiðslurnar hefðu hafist í maí 2014 og slökkviliðsstjóra og aðstoðarmanni greidd auka 250 þúsund krónur afturvikt frá áramótum. Aðspurður hvort Eyþór hafi gefið Kristjáni vilyrði fyrir umræddum bakvaktagreiðslum segir Eyþór það af og frá. Bendir hann á að greiðslurnar hefjist ári eftir að hann láti af stjórn og rekstrarformi breytt. „Það er alveg á hreinu að öll laun voru rædd í stjórn og samþykkt og ekkert umfram það.“ Launagreiðslurnar hafa ekki verið tilkynntar til lögreglu. Ari telur að Kristján muni höfða mál vegna þess sem slökkviliðsstjórinn telur vera ólögmæta uppsögn. Það sé það ferli sem málið muni að líkindum fara í. Kristján er kominn með lögmann í málið.
Tengdar fréttir Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Slökkviliðsstjóri með 22 ára reynslu rekinn vegna ósamþykktrar 250 þúsund króna launahækkunar Fagráð Brunavarna Árnessýslu telur Kristján Einarsson hafa hækkað laun sín og aðstoðarmanns um 250 þúsund krónur án heimildar. Kristján segir Eyþór Arnalds hafa gefið grænt ljós á hækkanir. 15. október 2015 13:30