Innlent

Stóru málin: Illugi í þröngri stöðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Illugi Gunnarsson
Illugi Gunnarsson Vísir/Ernir
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, er í þröngri stöðu. Málefni Illuga voru til umræðu í Stóru málunum í Íslandi í dag í kvöld. Gestir Lóu Pind í Stóru málunum voru þau Dögg Hjaltalín, formaður Félags viðskipta- og hagfræðinga, Jenný Stefanía Jensdóttir, formaður Gagnsæi samtaka gegn spillingu, og Henry Alexander Henryson, doktor í heimspeki og starfsmaður Siðferðisstofnunar.

Öll voru þau sammála um að Illugi væri í þröngri stöðu.

Henry sagði málið ekki vera dæmi um kristaltæra spillingu, eins og Páll Magnússon hefur sagt. Þó segist hann undra afstöðu samstarfsmanna Illuga sem segja hann ekki í slæmri stöðu og geri lítið úr málinu.

„Mér finnst þetta hafa gengið furðulega að koma umræðunni í einhvers konar skynsamlegt horf.“

Hægt er að horfa á Stóru málin hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×