81 árs gamalt hitamet féll í Neskaupstað í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2015 17:32 Frá Neskaupsstað. vísir/gva Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis. Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Hitamet dagsins, 16. október, féll í dag þegar hiti mældist 18,4 stig í Neskaupstað. Þá mældist hitinn 18,3 stig á Kollaleiru en gamla metið var 18,2 stig og mældist árið 1934 á Teigarhorni. Hitamet októbermánaðar er þó nokkuð hærra, eða 23,5 stig og mældist þann 1. október 1973 á Dalatanga. Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallaði um hlýtt loft sem nú er yfir landinu á bloggi sínu í dag en í samtali við Vísi segir hann að um 5-8 dægurhitamet falli á ári. Það sé vissulega ekki algengt að svo hár hiti mælist í október en þó er það algengara en að minnsta kosti blaðamann grunar. „Þetta er svona alltaf öðru hvoru og það er talsvert til af 20 stiga athugunum í október,“ segir Trausti. Hann segir haustið nú hafa verið sérstaklega milt á Norður-og Austurlandi, til dæmis sé október til þessa 9. hlýjasti mánuðurinn frá 1949 og á Austfjörðum er þetta 6. hlýjasti mánuðurinn. Aftur á móti er október meðalmánuður það sem af er á höfuðborgarsvæðinu hvað hita og kulda varðar.En hvers vegna er svona hlýtt fyrir austan nú? „Það kemur loft að landinu mjög langt sunnan að og það er frekar óvenjulegt. Það er því mjög hlýtt og þegar það er svona hlýtt þá það yfir kalda loftið þannig að við hér á Suður-og Vesturlandi njótum þess ekki. Hins vegar fer það svo yfir fjöllin og þar blandast hlýja og kalda loftið þannig að hlýindin ná lengra niður þegar loftið kemur af fjöllum,“ segir Trausti. Hann segir að ef heppnin er með fólkinu fyrir austan þá gæti hitinn mögulega farið yfir 20 stig á morgun en síðan fer veður kólnandi. Sjá má veðurspána á Veðurvef Vísis.
Veður Tengdar fréttir Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Yfir 20 stiga hiti á morgun? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir mjög hlýtt loft nú yfir landinu og að með heppni gætu hitamet fallið. 16. október 2015 14:12