Innlent

Leita að manni sem vill ekki finnast

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hörður Björnsson er 188 sentímetrar á hæð, grannur með sítt ljóst hár og rautt skegg. Hörður hefur verið týndur frá aðfaranótt miðvikudags.
Hörður Björnsson er 188 sentímetrar á hæð, grannur með sítt ljóst hár og rautt skegg. Hörður hefur verið týndur frá aðfaranótt miðvikudags.
Leitin að Herði Björnssyni hélt áfram í gær en hann hefur verið týndur frá aðfararnótt miðvikudags. Síðast sást til Harðar við Laugarásveg í Reykjavík í nágrenni heimilis hans. Þá var hann skólaus.„Það eru verkefni komin í vinnslu og verið er að leita með ákveðinni áherslu á svæði í kring um Hveragerði og nærliggjandi sveitir. Við erum með hópa á landi sem og drónahópa, auk aðstoðar frá Landhelgisgæslunni,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, verkefnisstjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.Að sögn Guðbrands var notast við öll verkfæri sem björgunarsveitir hafa við leitina í gær; bíla, sporhunda, dróna, þyrlu og leitarmenn á jörðu niðri.„Í heildina séð eru þetta 336 björgunarsveitarmenn sem hafa komið að leiðinni. Í dag [í gær] eru um fjörutíu manns að störfum,“ segir Guðbrandur.Þrjár sveitir leitarmanna leituðu í Reykjadal og nálægum dölum að Herði með drónum. Þá gengu tveir hópar til viðbótar í sveitabæi á svæðinu og spurðu íbúa hvort sést hefði til Harðar. Auk leitarhópanna sveimaði þyrla Landhelgisgæslunnar einnig yfir svæðinu.Guðbrandur segir það eina sem hægt hafi verið að staðfesta hingað til vera það að Hörður hafi sést á Laugarásveginum. Allt annað hafi gengið erfiðlega að staðfesta.„Við getum ekki sagt með fullvissu að hann hafi verið í Hveragerði en sterkar vísbendingar benda til þess. Við leggjum núna upp úr því að reyna að staðfesta eða hrekja ábendingar sem berast,“ segir Guðbrandur.Tugir ábendinga hafa borist lögreglu um málið og segir Guðbrandur björgunarsveitir vinna með lögreglu að því að fylgja þeim eftir.„Hann er væntanlega að forðast fólk og við göngum út frá því að hann sé að reyna að koma sér fyrir í einhverju skjóli. Við biðjum fólk því að vera vakandi fyrir mannaferðum í húsaskjóli. Hann vill ekki láta finna sig en þarf hjálp.“Hörður er 25 ára. Talið er að hann sé í svörtum buxum og grárri peysu. Hann er 188 sentímetrar á hæð, grannur, með ljóst sítt hár og rautt skegg.Guðbrandur bendir fólki á að hafa samband við lögreglu í síma 843 1106 eða á Facebook-síðu lögreglunnar ef sést til Harðar.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Leita enn að Herði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist vísbendingar vegna leitar að Herði Björnssyni en leit að honum hefur þó ekki enn borið árangur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.