Innlent

Þyrlan sótti ferðamenn sem höfðu fest bíl sinn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Fólkið er það steig úr þyrlunni í dag.
Fólkið er það steig úr þyrlunni í dag. vísir/vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, sótti nú rétt fyrir klukkan tvö þrjá ferðamenn sem höfðu fest bíls sinn á veginum milli Hólaskjóls og Álftavatnskróks um þrjátíu kílómetra norðvestur af Kirkjubæjarklaustri.

Í morgun flaug þyrlan með fulltrúa lögreglu, almannavarna og jarðvísindamönnum að Skaftá svo þeir gætu lagt mat á stöðu mála vegna Skaftárhlaupsins. Hlaupið er það stærsta í manna minnum en gert er ráð fyrir að það nái hámarki í dag.

Á leiðinni til baka fékk gæslan beiðni um að sækja fólkið. Það hafði fest bíl sinn en var að sögn Svanhildar Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar, ekki í hættu. Var því kippt með af þyrlunni og komið til byggða.

Fólkið var statt skammt frá Hólaskjóli er það festi bíl sinn. myndir/loftmyndir.is

Tengdar fréttir

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.