Íslensk kona ákærð í Ungverjalandi: Segir fórnarlambið ekki hafa mætt fyrir dómstóla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 5. október 2015 19:15 Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir er lögmaður íslensku konunnar. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf. Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Íslensk kona, sem bíður dóms í Ungverjalandi fyrir tilraun til manndráps sumarið 2012, segist vera saklaus í málinu og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett það, en hún er sökuð um að hafa byrlað vinkonu sinni svefnlyf og barið hana tvívegis í höfuðið með hamri. Konan starfar sem læknir við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, en henni hefur verið veitt leyfi frá störfum vegna málsins. Konan var búsett í Debrecen í Ungverjalandi, þar sem hún stundaði nám í læknisfræði en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er konan sem sakar hana um verknaðinn nígerísk skólasystir hennar. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV í gær en atvikið átti sér stað sumarið 2012. Ákæra var gefin út síðasta vetur en dómur verður kveðinn upp í nóvember. Fréttastofa náði tali af íslensku konunni í dag en hún er á fertugsaldri, búsett hér á landi og starfar sem læknir. Hún segir hún málið vera tilbúning og að meint fórnarlamb hennar hafi sviðsett verknaðinn. Undanfarin þrjú ár hafi reynst henni afar erfið en hún hefur þrisvar sinnum farið til Ungverjalands til þess að gefa skýrslur og sitja réttarhöldin. Ingibjörg Ólöf Vilhjálmsdóttir, lögmaður konunnar, segir að meðferð málsins hafi verið undarleg. Til að mynda hafi ungversk yfirvöld frestað því að kveða upp dóm þegar þau komust að því að íslensk yfirvöldu vissu af málinu.„Skjólstæðingur minn heldur fram sakleysi sínu. Það má segja að málsatvik eins og hún lýsir þeim beri engan veginn saman við þau málsatvik sem lýst er í ákærunni. Maður verður bara að vona að réttarkerfið í Ungverjalandi finni réttláta lausn í málinu og túlki allan vafa sakborningi í vil. Það virðist vera töluverður vafi í málinu ef maður horfir á málsgögnin og rannsóknina í heild sinni,“ segir hún. Ingibjörg segir málið afar óvenjulegt og þungbært fyrir alla sem að því koma. Þá segir hún að meint fórnarlamb hafi ekki mætt fyrir dómstóla þegar ungversk yfirvöld óskuðu eftir því. „Hún mætti allavega ekki í síðustu fyrirtöku og við kunnum engar skýringar á því. Nú þori ég ekki, því ég hef ekki fengið þau gögn í hendurnar, en það er sagt að hún hafi viljað draga málið til baka, en að saksóknari í Ungverjalandi hafi viljað halda málinu áfram til streitu,“ segir Ingibjörg Ólöf.
Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira