Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2015 07:00 Ekki una allir Tryggva vistarinnar í tjaldbúðum sínum. vísir/vilhelm „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
„Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira