Ósátt kona í úthverfi safnar liði og leitar að Tryggva Gunnari Hansen Garðar Örn Úlfarsson skrifar 30. september 2015 07:00 Ekki una allir Tryggva vistarinnar í tjaldbúðum sínum. vísir/vilhelm „Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“ Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Ég mun fara þarna um og leita,“ segir kona sem býr í einu úthverfa höfuðborgarsvæðisins og telur ótækt að listamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen hafi hreiðrað um sig til búsetu í skógarrjóðri. Konan, sem ekki lét nafns getið en hafði samband eftir að Fréttablaðið birti viðtal við Tryggva, telur ekki ólíklegt að hann hafist við í nágrenni við hennar hverfi. „Hvernig losar hann sig við sinn eigin úrgang? Fer hann bara vítt og breitt inn í skóginn og klárar sig þar?“ spyr ónefnda konan áhyggjufull. „Svo fer hann kannski í búðir í okkar hverfi og er drulluskítugur. Fer hann í sund? Það vantar svör við þessu.“Tryggvi Gunnar Hansen útskýrir listaverk.Fréttablaðið/VilhelmÞá segir konan Tryggva ekki hafa leyfi til að búa í skóglendinu. „Og við eigum ekki að líða þetta. Hann kveikir upp eld og getur kveikt óvart í öllum skóginum,“ segir konan sem boðar aðgerðir. „Nú fara krakkar að leita þetta uppi og fara inn í þessa svínastíu og mér líkar það ekki. Ef hann væri svo langt frá byggð að börn færu ekki að þefa þetta uppi þá kemur mér þetta ekkert við.“ Aðspurð hvað sé að óttast við Tryggva svarar konan: „Finnst þér ekki maðurinn dálítið öðruvísi en allir aðrir? Finnst þér ekki vond upplifun fyrir börn að sjá þetta?“ Þá kveðst konan ætla að leita liðsinnis íbúa hverfisins til að fá yfirvöld til að taka á máli Tryggva. „Svona er ekki nútíminn – 2015. Þessi maður á bara að fá hjálp. Það verður þá bara að búa til svæði fyrir svona fólk sem er þá undir eftirliti og hreinsun. Hann vill ekki að það komi fram hvar hann er en við munum finna hann, það er alveg á hreinu að við munum finna hann.“
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira