Hefur enga trúa að flugvellir loki þrátt fyrir fjárskort Jón Hákon Halldórsson og Sveinn Arnarsson skrifa 30. september 2015 07:00 Hörður Guðmundsson forstjóri flugfélagsins Ernir. Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, hefur fulla trú á því að fjárframlög til innanlandsflugs aukist í meðförum fjárlagafrumvarpsins á Alþingi. Það hafi gerst á síðasta ári og muni gerast aftur. Þetta kemur fram í viðtali við Hörð í Markaðnum í dag. Isavia hefur sent Innanríkisráðuneytinu minnisblað þess efnis að ef niðurskurður um 516,5 milljónir nái fram að ganga muni ástand Húsavíkurflugvallar fara fram yfir öryggismörk. „Eins og gefur að skilja er flugbrautum lokað fari ástand þeirra fram yfir öryggismörk,“ segir í minniblaðinu. Búið er að festa kaup á nauðsynlegum ljósabúnaði fyrir Húsavíkurflugvöll, svo hægt sé að lenda og taka á loft í myrkri, en Isavia heldur því fram að fjármagn vanti í jarðvegsvinnu til að koma honum upp. Núverandi búnaður gangi úr sér næsta sumar. Flugfélagið Ernir er eina flugfélagið sem flýgur áætlunarflug til Húsavíkur. Mikil ásókn er í flugið en farnar eru fjórtán ferðir á viku á milli Húsavíkur og Reykjavíkur og búist er við að þeim fjölgi í tuttugu á næsta ári. Hörður segir allt tal Isavia um að loka flugvellinum vera aðgerð til að fá hagsmunaaðila í lið með sér að þrýsta á stjórnvöld um aukið framlag til fyrirtækisins. Hann er sannfærður um fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið muni ekki þola að þessi samgönguþáttur yrði lagður niður. Í fyrra hafi 500 milljónir verið teknar af Keflavíkurflugvelli og lögð í innanlandsflugið. „Af því að það er ekkert hægt að skera niður allt innanlandsflug og allar framkvæmdir og þjónustu og viðhald af innanlandsfluginu algjörlega niður. Það gengur ekkert upp,“ segir hann. Og þetta virðist ætla að rætast. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fjarstæðukennt að loka vellinum og hyggst halda fund með þingmönnum kjördæmisins í komandi kjördæmaviku til að ræða málin. Hann gefur sér sömuleiðis að settir verði fjármunir í að viðhalda flugvellinum. Samkvæmt minnisblaði Isavia eru fleiri flugvellir í hættu á að loka vegna öryggismarka. Flugvöllurinn Stóri Kroppur í Borgarfirði, flugvöllurinn á Borgarfirði Eystri, Breiðdalsvík, Reykhólum og Skógarsandi eru allir taldir stefna að öryggismörkum á næsta ári. Þessir vellir eru notaðir í einka-, æfinga og kennsluflug. Loki þeir mun álag á Reykjavíkurflugvöll aukast, segir í minnisblaðinu. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Hörður Guðmundsson, forstjóri flugfélagsins Ernis, hefur fulla trú á því að fjárframlög til innanlandsflugs aukist í meðförum fjárlagafrumvarpsins á Alþingi. Það hafi gerst á síðasta ári og muni gerast aftur. Þetta kemur fram í viðtali við Hörð í Markaðnum í dag. Isavia hefur sent Innanríkisráðuneytinu minnisblað þess efnis að ef niðurskurður um 516,5 milljónir nái fram að ganga muni ástand Húsavíkurflugvallar fara fram yfir öryggismörk. „Eins og gefur að skilja er flugbrautum lokað fari ástand þeirra fram yfir öryggismörk,“ segir í minniblaðinu. Búið er að festa kaup á nauðsynlegum ljósabúnaði fyrir Húsavíkurflugvöll, svo hægt sé að lenda og taka á loft í myrkri, en Isavia heldur því fram að fjármagn vanti í jarðvegsvinnu til að koma honum upp. Núverandi búnaður gangi úr sér næsta sumar. Flugfélagið Ernir er eina flugfélagið sem flýgur áætlunarflug til Húsavíkur. Mikil ásókn er í flugið en farnar eru fjórtán ferðir á viku á milli Húsavíkur og Reykjavíkur og búist er við að þeim fjölgi í tuttugu á næsta ári. Hörður segir allt tal Isavia um að loka flugvellinum vera aðgerð til að fá hagsmunaaðila í lið með sér að þrýsta á stjórnvöld um aukið framlag til fyrirtækisins. Hann er sannfærður um fjármálaráðuneytið og innanríkisráðuneytið muni ekki þola að þessi samgönguþáttur yrði lagður niður. Í fyrra hafi 500 milljónir verið teknar af Keflavíkurflugvelli og lögð í innanlandsflugið. „Af því að það er ekkert hægt að skera niður allt innanlandsflug og allar framkvæmdir og þjónustu og viðhald af innanlandsfluginu algjörlega niður. Það gengur ekkert upp,“ segir hann. Og þetta virðist ætla að rætast. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fjarstæðukennt að loka vellinum og hyggst halda fund með þingmönnum kjördæmisins í komandi kjördæmaviku til að ræða málin. Hann gefur sér sömuleiðis að settir verði fjármunir í að viðhalda flugvellinum. Samkvæmt minnisblaði Isavia eru fleiri flugvellir í hættu á að loka vegna öryggismarka. Flugvöllurinn Stóri Kroppur í Borgarfirði, flugvöllurinn á Borgarfirði Eystri, Breiðdalsvík, Reykhólum og Skógarsandi eru allir taldir stefna að öryggismörkum á næsta ári. Þessir vellir eru notaðir í einka-, æfinga og kennsluflug. Loki þeir mun álag á Reykjavíkurflugvöll aukast, segir í minnisblaðinu.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira