Lífið

„Ég hellti bjórnum í glasið og sá þetta stara beint í augun á mér“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skordýrið synti um í bjórnum.
Skordýrið synti um í bjórnum. Svandís Logadóttir
Svandísar Logadóttur, tvítugs háskólanema, beið heldur betur óskemmtileg boðflenna er hún ætlaði að gæða sér á bjór í gleðskap um helgina. Eftir að hafa hellt bjór í glas og tekið einn sopa uppgvötaði hún að eitthvað meira en eingöngu bjór leyndist í glasinu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi fylgdi einhverskonar skordýr með í kaupbæti en það svamlaði áhyggjulaust um bjórinn. Svandís telur að skordýrið hafi verið í dósinni enda hafi ekkert verið í glasinu þegar hún hellti bjórnum í það.

„Ég hellti bjórnum í glasið og sá þá þetta stara beint í augun á mér. Ég tók því miður ekki eftir þessu fyrr en eftir að ég var búinn að fá mér einn sopa,“ segir Svandís í samtali við Vísi.

Bjórtegundin sem um ræðir var Tuborg Classic en Svandís segir þó að þetta atvik muni ekki koma í veg fyrir að bjórtegundin verði aftur fyrir valinu.

„Það þarf eitthvað meira en eina pöddu til að ég hætti að drekka Tuborg Classic. Ég tók þessu bara létt og náði mér í aðra dós úr ísskápnum.“ Ölgerðin framleiðir bjórtegundina og hafa starfsmenn fyrirtækisins verið í sambandi við Svandísi sem geymdi bjórglasið, og skordýrið. Svandís mun koma glasinu og því sem því fylgir til Ölgerðarinnar þar sem málið verður rannsakað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×