Helgi Hrafn vill upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð

Fyrirspurninni beinir hann til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, en líkt og kunnugt er ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni. Þær upplýsingar fengust svo frá neyðarmóttöku að þrír hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota á hátíðinni.
Páley velti því í kjölfarið fyrir sér í Speglinum á RÚV hvort starfsmenn neyðarmóttöku hefðu ekki virt trúnað með því að veita þessar upplýsingar.
Tengdar fréttir

Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku
Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir.

Nauðgað á Þjóðhátíð: „Mér finnst Páley vera að gera svo rétt“
„Var þetta mér að kenna? Hefði ég ekki átt að kæra þetta strax, hefði ég átt að bíða í nokkrar vikur uppá að losna við þessa fjölmiðlaumfjöllun?“ spyr Marta Möller, sem óttaðist að kæra nauðgun vegna fjölmiðlaumfjöllunar.

Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum: Erfitt að koma í veg fyrir kynferðisbrot á fjölmennum útihátíðum
Þrjár konur leituðu á neyðarmóttöku vegna kynferðisbrota á Þjóðhátíð.

Segir ákvörðun Páleyjar hafa verið rétta
Kona sem hefur tvisvar upplifað nauðgun fylltist reiði vegna umræðunnar um ákvörðun lögreglu.