Innlent

Helgi Hrafn vill upplýsingar um kynferðisbrot á Þjóðhátíð

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata. vísir/vilhelm

Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hversu mörg kynferðisbrot hafi verið tilkynnt til lögregluyfirvalda í tengslum við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár. Þá vill hann jafnframt vita hversu margar kærur bárust vegna meintra brota.

Fyrirspurninni beinir hann til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, en líkt og kunnugt er ákvað Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, að veita engar upplýsingar um kynferðisbrot á hátíðinni. Þær upplýsingar fengust svo frá neyðarmóttöku að þrír hefðu leitað þangað vegna kynferðisbrota á hátíðinni.

Páley velti því í kjölfarið fyrir sér í Speglinum á RÚV hvort starfsmenn neyðarmóttöku hefðu ekki virt trúnað með því að veita þessar upplýsingar.


Tengdar fréttir

Upplýstu um kynferðisbrot vegna frétta frá neyðarmóttöku

Þrjár konur hafa leitað til neyðarmóttöku kynferðisbrota á Landspítalanum í Fossvogi eftir Verslunarmannahelgina. Brotin voru öll framin á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Einn þriðji þeirra sem leitar á neyðarmóttökuna er undir lögaldri. Páley Borgþórsdóttir sér ekki eftir ákvörðun um að upplýsa ekki um fjölda kynferðisbrota á Þjóðhátíð. Ekki stóð til að upplýsa strax um fjölda kynferðisbrota en upplýsingagjöf neyðarmóttökunnar varð til þess að lögreglan í Vestmannaeyjum fylgdi á eftir.

Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.